Umbra – SÓLHVÖRF – vínylútgáfa

Verðlaunaplatan SÓLHVÖRF með Umbru er komin út á hágæðavínyl í takmörkuðu upplagi.

Sólhvörf er einstök jólaplata sem hlaut Íslensku tónlistarverð-

launin í flokki þjóðlagatónlistar 2019, en þau voru afhent í mars sl.

Hlið A:

1. Hátíð fer að höndum ein 2. Jól 3. Coventry Carol 4. Personent hodie 5. Green Groweth the Holly 6. Með gleðiraust og helgum hljóm

Hlið B:

1. God Rest You, Merry Gentlemen 2. Wexford Carol 3. Immanúel oss í nátt 4. Als I Lay on Yoolis Night 5. Það aldin út er sprungið

 

 

UMBRA – LLIBRE VERMELL / Maríusöngvar frá miðöldum

Llibre Vermell er þriðja platan sem Umbra sendir frá sér, en hljómsveitin hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og hljóðritanir undanfarin misseri, m.a. Íslensku tónlistar-verðlaunin 2018 í flokki þjóðlagatónlistar fyrir plötuna Sólhvörf.

Á nýju plötunni sem ber undirtitilinn Maríusöngvar frá miðöldum er tónlist úr hinu kunna 14. aldar-handriti Llibre Vermell (Rauða bókin) sem bjargaðist á sínum tíma úr Montserrat klaustrinu í Katalóníu, en einnig efni úr norrænum miðaldahandritum fléttað saman við svo að úr verður forvitnileg og heillandi blanda.

Umbru skipa Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir, keltnesk harpa, orgel og söngur, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðla og söngur, og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngur og flauta.

Á Llibre Vermell leika að auki Marina Albero frá Katalóníu á psalterium, Eggert Pálsson á slagverk, Kristófer Rodriguez Svönuson á slagverk og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Ennfremur sönghópurinn Cantores Islandiae.

Llibre Vermell var hljóðrituð í Laugarneskirkju í júní og september 2019. Upptökur, eftirvinnslu, hljóðblöndun og hljómjöfnun annaðist Ragnheiður Jónsdóttir tónmeistari.

Myndefni, hönnun og umbrot: Ingibjörg Birgisdóttir. Íslensk þýðing á söngtextum: Atli Freyr Steinþórsson. Enskar þýðingar: Jonas Moody.

Barbro Lindgren & Anna Höglund: SJÁÐU HAMLET

Þekktasta leikverk Shakespeares er hér sett fram á einstakan og eftirminnilegan hátt í formi bendibókar sem hentar bæði stórum og smáum lesendum. Bókin hlaut afbragðs viðtökur í Svíþjóð, en höfundarnir eru þekktir fyrir óvenjulegar og áhugaverðar bækur. „Lítið meistaraverk!“ var sagt í fleiri en einum ritdómi.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði

Camilla Hübbe & Rasmus Meisler: NORÐUR

Norræn goðafræði og gleymdar kynjaverur vakna til lífsins, þegar Norður sem er 14 ára leggur af stað í leit að horfinni móður sinni. Á leiðinni hittir hún skapanornirnar þrjár og íkornastrákinn Ratatosk sem vísar henni veginn til Niflheims. Þar í iðrum Jarðar er drekinn Níðhöggur í þann veginn að ráðast að rótum lífstrésins Yggdrasils. Smám saman uppgötvar Norður að Jörðin er við það að farast, og að hún ein getur komið til bjargar.

Á spennandi hátt er hinum gamla ævintýraheimi komið á framfæri en jafnframt lögð áhersla á líðandi stund og þá baráttu sem menn þurfa að heyja til að tryggja mannkyninu örugga framtíð.

Dönsku höfundarnir Camilla Hübbe og Ramus Meisler eru hér á heimavelli svo NORÐUR er í senn sannfærandi og kraftmikil.

Hallur Þór Halldórsson íslenskaði

Rummungur 3 eftir Otfried Preußler

Rummungur ræningi er enn á ferðinni! Kasper, Jobbi, amma og Fimbulfúsi lögregluvarðstjóri eru í uppnámi, þótt þrjóturinn vilji allra helst hætta störfum. En á einhverju verða nú ræningjar samt að lifa …

Þriðja og síðasta bókin um Rummung ræningja sem hefur verið eftirlæti ótal lesenda í áratugi.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.

 

Steinunn Ásmundsdóttir: Í senn dropi og haf – ljóð

Fyrsta ljóðabók Steinunnar Ásmundsdóttur kom út 1989 og fljótlega fylgdu tvær ljóðabækur í kjölfarið. Liðu svo tveir áratugir uns hún sendi frá sér nýtt efni; hugverkavefinn yrkir.is 2016, ljóðabækur 2017 og 2018 og það ár einnig skáldævisögu. Hér birtist sjötta ljóðabók Steinunnar og hefur að geyma 40 ljóð um konur og náttúru á umbrotatímum.

Íslensk lestrarbók eftir Magnús Sigurðsson

Í þessu fjölskrúðuga textasafni kemur höfundurinn Magnús Sigurðsson lesandanum sífellt á óvart. Átakalítið hversdagslíf, örsögur með óljósan boðskap, vísanir sem fara um víðan völl bókmennta og lista, óvenjuleg dagbókarbrot kanadískrar myndlistarkonu, íslenskt mál og ljóðrænar smámyndir af veröld sem var. Allt rúmast þetta innan sömu spjalda. Að auki er svo kostulegur kafli þar sem fótboltaíþróttin fær að njóta sín með alveg nýjum hætti.

Íslensk lestrarbók kallast á við Tregahandbókina, sem hlaut lofsamlega dóma og var meðal annars sögð „ein allra skemmtilegasta og áhugaverðasta“ bók ársins 2018, „afar öflugur seiður“ sem ætti erindi við hugsun okkar.

Skuggaskip eftir Gyrði Elíasson

Gyrðir Elíasson bæti hér enn við sagnaheim sinn, nýjum og sumpart margslungnari þráðum en áður. Bernskuminningar, brothætt hjónalíf, innlit í fjarlæga framtíð, dularfullur skógur og handrit sem glatast, svo eitthvað sé nefnt – allt eru þetta viðfangsefni sem vert er að kynnast nánar í meðförum höfundarins. Skuggaskip er tíunda smásagnasafn Gyrðis, sem margir telja meistara íslenskra smásagna í seinni tíð, enda gætir áhrifa frá verkum hans víða.