Langbylgja

Langbylgja er nýtt safn smáprósa eftir Gyrði Elíasson skáld. Framsækin sagnalist Gyrðis hefur borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.  Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna. Í ritdómi um bókina sagði Ágúst Borgþór Sverrisson meðal annars:

„Sem vænta má eru sögurnar allar listilega vel skrifaðar en misjafnlega áhrifa­miklar eins og gengur. Sumar orka á lesand­ann sem skemmtileg­ur en léttvægur leikur höfundar, aðrar vekja sterkar kenndir, sorg og stundum hrylling. Töluverð kímni prýðir margar sagnanna og kemur fram í orðaleikj­um, hnyttnu sjónar­horni og fyndnum að­stæðum. Langbylgja er bók sem gott er að lesa hægt því stuttar sögur kalla á hægan lestur. Hún er góður föru­nautur inn í skamm degið og örvar dulúðina sem býr með okkur.“