Dívan og jazzmaðurinn

Óperusöngkonan Sólrún Bragadóttir og jazzsaxófónleikarinn Sigurður Flosason fara hér á kostum.dim_29_diva_ny_medium Á diskinum flytur dúóið, án frekari undirleiks, þekkt klassísk íslensk sönglög í eigin útsetningum. Höfundar laganna eru Árni Thorsteinsson, Jón Ásgeirsson, Jón Þórarinsson, Karl O. Runólfsson, Páll Íslólfsson, Sigfús Einarsson, Sigurður Þórðarson og Sigvaldi Kaldalóns. Einnig er á diskinum að finna nokkur þjóðlög, auk stemmninga sem byggja á algerlega frjálsum spuna beggja flytjenda.

Óperusöngkona og jazzsaxófónleikari eru líklega með ólíklegustu pörum á sviði listarinnar, fulltrúar tveggja heima sem sjaldan skarast. Túlkun laganna er í sumum tilfellum óvenjuleg, en í öðrum nær upprunalegri laggerð. Saxófónninn bregður sér í ýmis hlutverk, m.a. ólíklegt hlutverk pianósins, spuni kemur fyrir af hálfu beggja flytjenda og leikræn nálgun skin í gegnum tónlistina. Glettnin er skammt undan, en þó er leitast við að sýna þessum ástsælu sönglögum bæði virðingu og sóma. Sólrún og Sigurður frumfluttu verkefnið á Listahátíð í Reykjavík vorið 2006. Diskurinn var tekinn upp í Salnum í Kópavogi í febrúar og maí 2007. Hljóðritun annaðist Sveinn Kjartansson. Útlitshönnun var í höndum Vilborgar Önnu Björnsdóttir og diskinn prýða ljósmyndir eftir Þorvald Örn Kristmundsson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s