Otfried Preußler: Rummungur ræningi

Otfried Preußler. Rummungur ræningi.

Þessi sígilda og vinsæla saga kom fyrst út á íslensku fyrir hálfri öld og hefur lengi verið með öllu ófáanleg. Ævintýri Kaspers og Jobba hefjast þegar Rummungur ræningi stelur kaffikvörninni hennar ömmu . Vinirnir tveir ætla að handsama ræningjann og endurheimta kvörnina, en það reynist þrautin þyngri.

Hér er á ferðinni falleg og litprentuð afmælisútgáfa í nýrri þýðingu Aðalsteins Ásberg Sigurðssonar.