Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

MÓR – Agnar Már Magnússon

Agnar Már hefur sent frá sér nýjan hljómdisk sem telst vera 7. sólóplatan hans. Auk Agnars sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Matthías Hemstock á trommur. Þeim til fulltingis er síðan blásarasveit, skipuð Stefáni Þór Bernharðssyni á horn, Frank Hammarin á horn, Asbjørn Ibsen Bruun á horn og Nimrod Ron á túbu. MÓR er á þjóðlegum nótum, en aðeins tvö laganna eru frumsamin af Agnari Má, hin eru íslensk þjóðlög í nýjum útsetningum hans.

Útgáfutónleikar verð á Jazzhátíð í Reykjavík!


Skrifa athugasemd

Faðmlög – Kristjana Stefáns & Svavar Knútur

FAÐMLÖG er önnur dúettaplata þessa skemmtilega tvíeykis, en sú fyrri sem heitir Glæður, kom út árið 2011. Frá þeim tíma hafa þau Kristjana og Svavar haldið fjöldan allan af tónleikum og ný lög bæst við dagskrána. Faðmlög var hljóðrituð á tónleikum í febrúar 2020. Íslensk og erlend lög í bland, bæði frumsamin og fengin úr smiðju annarra tónlistarmanna.

FAÐMLÖG kemur út á geisladiski

og í takmörkuðu upplagi á vínyl.

 GLÆÐUR eru líka til á vínyl í takmörkuðu upplagi.


Skrifa athugasemd

Umbra – SÓLHVÖRF – vínylútgáfa

Verðlaunaplatan SÓLHVÖRF með Umbru er komin út á hágæðavínyl í takmörkuðu upplagi.

Sólhvörf er einstök jólaplata sem hlaut Íslensku tónlistarverð-

launin í flokki þjóðlagatónlistar 2019, en þau voru afhent í mars sl.

Hlið A:

1. Hátíð fer að höndum ein 2. Jól 3. Coventry Carol 4. Personent hodie 5. Green Groweth the Holly 6. Með gleðiraust og helgum hljóm

Hlið B:

1. God Rest You, Merry Gentlemen 2. Wexford Carol 3. Immanúel oss í nátt 4. Als I Lay on Yoolis Night 5. Það aldin út er sprungið

 

 


Skrifa athugasemd

UMBRA – LLIBRE VERMELL / Maríusöngvar frá miðöldum

Llibre Vermell er þriðja platan sem Umbra sendir frá sér, en hljómsveitin hefur hlotið mikið lof fyrir flutning sinn og hljóðritanir undanfarin misseri, m.a. Íslensku tónlistar-verðlaunin 2018 í flokki þjóðlagatónlistar fyrir plötuna Sólhvörf.

Á nýju plötunni sem ber undirtitilinn Maríusöngvar frá miðöldum er tónlist úr hinu kunna 14. aldar-handriti Llibre Vermell (Rauða bókin) sem bjargaðist á sínum tíma úr Montserrat klaustrinu í Katalóníu, en einnig efni úr norrænum miðaldahandritum fléttað saman við svo að úr verður forvitnileg og heillandi blanda.

Umbru skipa Alexandra Kjeld, kontrabassi og söngur, Arngerður María Árnadóttir, keltnesk harpa, orgel og söngur, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir, fiðla og söngur, og Lilja Dögg Gunnarsdóttir, söngur og flauta.

Á Llibre Vermell leika að auki Marina Albero frá Katalóníu á psalterium, Eggert Pálsson á slagverk, Kristófer Rodriguez Svönuson á slagverk og Þórdís Gerður Jónsdóttir á selló. Ennfremur sönghópurinn Cantores Islandiae.

Llibre Vermell var hljóðrituð í Laugarneskirkju í júní og september 2019. Upptökur, eftirvinnslu, hljóðblöndun og hljómjöfnun annaðist Ragnheiður Jónsdóttir tónmeistari.

Myndefni, hönnun og umbrot: Ingibjörg Birgisdóttir. Íslensk þýðing á söngtextum: Atli Freyr Steinþórsson. Enskar þýðingar: Jonas Moody.


Skrifa athugasemd

Barbro Lindgren & Anna Höglund: SJÁÐU HAMLET

Þekktasta leikverk Shakespeares er hér sett fram á einstakan og eftirminnilegan hátt í formi bendibókar sem hentar bæði stórum og smáum lesendum. Bókin hlaut afbragðs viðtökur í Svíþjóð, en höfundarnir eru þekktir fyrir óvenjulegar og áhugaverðar bækur. „Lítið meistaraverk!“ var sagt í fleiri en einum ritdómi.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði


Skrifa athugasemd

TRÉÐ eftir Bárð Oskarsson

Hilbert og Boddi eru vinir. En Hilbert er svolítið furðulegur og Boddi veit ekki alveg hvort hann á að trúa öllu sem Hilbert segir. Færeyski höfundurinn Bárður Oskarsson hlaut barna- og unglingabókaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018 fyrir þessa skemmtilegu bók.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði


Skrifa athugasemd

Camilla Hübbe & Rasmus Meisler: NORÐUR

Norræn goðafræði og gleymdar kynjaverur vakna til lífsins, þegar Norður sem er 14 ára leggur af stað í leit að horfinni móður sinni. Á leiðinni hittir hún skapanornirnar þrjár og íkornastrákinn Ratatosk sem vísar henni veginn til Niflheims. Þar í iðrum Jarðar er drekinn Níðhöggur í þann veginn að ráðast að rótum lífstrésins Yggdrasils. Smám saman uppgötvar Norður að Jörðin er við það að farast, og að hún ein getur komið til bjargar.

Á spennandi hátt er hinum gamla ævintýraheimi komið á framfæri en jafnframt lögð áhersla á líðandi stund og þá baráttu sem menn þurfa að heyja til að tryggja mannkyninu örugga framtíð.

Dönsku höfundarnir Camilla Hübbe og Ramus Meisler eru hér á heimavelli svo NORÐUR er í senn sannfærandi og kraftmikil.

Hallur Þór Halldórsson íslenskaði


Skrifa athugasemd

Rummungur 3 eftir Otfried Preußler

Rummungur ræningi er enn á ferðinni! Kasper, Jobbi, amma og Fimbulfúsi lögregluvarðstjóri eru í uppnámi, þótt þrjóturinn vilji allra helst hætta störfum. En á einhverju verða nú ræningjar samt að lifa …

Þriðja og síðasta bókin um Rummung ræningja sem hefur verið eftirlæti ótal lesenda í áratugi.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.