Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Pnín eftir Nabokov komin út

Pnin

Bráðfyndin og óvenjuleg saga um Tímofej Pnín, sérkennilegan og viðutan háskólakennara í Bandaríkjunum á sjötta áratug liðinnar aldar. Pnín, sem er landflótta Rússi, berst við að halda stöðu sinni og virðingu þrátt fyrir ýmsar uppákomur og misskilning. Grátbrosleg og einstök frásögn sem ber rómaðri stílgáfu höfundarins vitni.

Pnín var 13. skáldsaga Nabokovs og sú fjórða sem hann skrifaði á ensku. Hún birtist fyrst sem framhaldssaga í The New Yorker, en kom árið 1957 út á bók og jók til muna hróður höfundarins innan bókmenntasamfélagsins vestra. Fyrir hana hlaut Nabokov sína fyrstu tilnefningu til National Book Award og margir álíta að Pnín sé skemmtilegasta verk hans.


Skrifa athugasemd

Magnús Sigurðsson tilnefndur til Maístjörnunnar fyrir Veröld hlý og góð

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað verold-hly-og-godtil nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi:

Tilnefndir eru:

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: BenediktMagnúsSig2016 (3)


Skrifa athugasemd

Birtan yfir ánni

Nýtt safn ljóðaþýðina eftir Gyrði Elíasson

Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík GE_Birtan_yfir_anni_XXen endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðlistin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei áður ratað hingað til lands. Greinargott höfundatal fylgir í bókarlok.

Gyrðir Elíasson hefur tvívegis hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir ljóðaþýðingar sínar, árið 2011 fyrir safnið Tunglið braut inn í húsið og 2014 fyrir Listin að vera einn eftir japanaska skáldið Shuntaro Tanikawa.

Birtan yfir ánni er 382 bls. innbundin.

Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en kápumyndin er eftir Gyrði Elíasson.

 


Skrifa athugasemd

Kona frá öðru landi

 

Út er komin skáldsagan Kona frá öðru landi
eftir Sergej DOVLATOV_KONA_XXDovlatov.

Áslaug Agnarsdóttir íslenskaði

Sergej Dovlatov (1941-1990) var vinsæll rússneskur rithöfundur sem skrifaði á annan tug bóka. Í þessari einstöku sögu, sem greinir frá lífi rússneskra innflytjenda í New York á níunda áratug liðinnar aldar, njóta stílbrögð hans og frásagnargleði sín vel.  Hér segir frá Marúsju sem yfirgefur heimalandið þar sem hún hefur lifað í vellystingum og reynir að fóta sig í nýju og flóknara samfélagi.

 

Sjálfur var höfundurinn innflytjandi og skrifaði megnið af verkum sínum á þeim rúma árutug sem hann bjó og starfaði í New York.

 

 


1 athugasemd

LJÓÐASAFN JÓNS ÚR VÖR

Heildarútgáfa ljóða Jóns úr Vör kemur út í dag, 21. janúar 2017, en þá eru 100 ár juv_ritsafn_2017wfrá fæðingu skáldsins.

Jón úr Vör (1917-2000) kvaddi sér hljóðs ungur að árum og setti nýjan svip á íslenska ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Ég ber að dyrum, en með tímamótaverkinu Þorpinu (1946) varð hann þjóðkunnur. Eftir það sendi hann frá sér mörg verk og síðasta ljóðabókin, Gott er að lifa (1984), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann var helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið.

Ljóðasafnið hefur að geyma öll útgefin ljóð Jóns úr Vör. Ferill hans spannaði hálfa öld og bækurnar urðu 12 talsins.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritar greinargóðan inngang um ævi og störf skáldsins.


Skrifa athugasemd

Dimmudagur í Víkinni

Hinn árlegi Dimmudagur í Víkinni verður haldinn nk, laugardag, 29. október. img_2643-2Dagskrá frá 14 – 17. Kynntar verða útgáfur ársins og fram koma m.a. Gyrðir Elíasson, Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Hjörtur Pálsson, Bambaló, Magnús Sigurðsson, Agnar Már Magnússon, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Andrés Þór, Sigurður Pálsson og Áslaug Agnarsdóttir.

Allir velkomnir og næg bílastæði. Tilvalið að mæta fyrst á kjörstað og síðan í menningarveislu eða öfugt. Gengið inn bæði frá bryggjunni og Grandagarði.


Skrifa athugasemd

Þrjár nýjar ljóðabækur

Út eru komnar þrjár nýjar ljóðabækur:

SUMARTUNGL eftir Aðalstein Ásberg Sigurðssonsumartungl
Ný ljóð úr smiðju þessa fjölhæfa skálds sem hefur sent frá sér ljóð, söngljóð, sálma og fjölda ljóðaþýðinga. Sumartungl er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega.

VERÖLD NÝ OG GÓÐ eftir Magnús Sigurðssonverold-hly-og-god

Magnús Sigurðsson er eitt af fremstu ljóðskáldum sinnar kynslóðar. Blanda af ljóðum og stuttum prósum um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum, þar sem kallast á kímni og alvara. Veröld hlý og góð er fimmta frumsamda ljóðabók höfundar, sem hlotið hefur afbragðsdóma og verðlaun fyrir verk sín.

UMMYNDANIR SKÁLDSINS OG FLEIRI LJÓÐ
eftir Willem M. Roggeman í ummyndanir-skaldsinsíslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds.

Willem M. Roggeman er einn af þekktari höfundum Belga og hefur sent frá sér  ljóð, ritgerðir, endurminningar, leikrit og viðtalsbækur og verk hans verið þýdd á fjölda tungumála. „Ummyndanir skáldsins fara fram í tungumálinu og sköpunarmáttur þess knýr þær áfram. Skáldið skapar ljóðheim sinn en með hverju nýju ljóði breytist sá heimur og skapar nýtt skáld“, segir í eftirmála þýðandans.