Hjaltlandsljóð

Hjaltlandsljóð. Reykjavík: Dimma, 2012.

Veglegt tvímála safn þýddra ljóða eftir samtímaskáld frá Hjaltlandseyjum. Þar um slóðir er töluð mállýska sem á rætur að rekja til norræns tungumáls sem nú er glatað, en lifir þó í örnefnum og stöku orðasamböndum á eyjunum fyrir norðan Skotland.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði ljóðin, en kynni hans af skáldskap þessa málsvæðis eiga sér langa sögu og í eftirmála gerir hann grein fyrir bókmenntum Hjaltlendinga. Skáldin sem eiga efni í bókinni eru: Christine De Luca, Jim Moncrieff, Laureen Johnson, Jim Mainland, Donald S. Murray, Robert Alan Jamieson, James Sinclair, Paolo Ritch, Alex Cluness, Lise Sinclair og Jen Hadfield.