Einlæg og heilsteypt ljóðabók úr smiðju skálds sem hefur sent frá sér margvísleg verk í bundnu og óbundnu máli. Hjartaborg skiptist í sex kafla sem mynda eina heild.
Bænhús
Undir lágu þakinu
auðvelt að lúta höfði
leiða hugann að því
sem er hjartanu næst.
Gleymdar eru árstíðir
gjafmild stundarkyrrð
í brjósti sú von
að bæn mín verði heyrð.
Undir grösugri þekju
er guð svo nálægur.