Bergþóra Árnadóttir: Bezt

Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísnatónlistar á Íslandi og lengi vel atkvæðamesta konan í hópi söngvaskálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmundssonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér sér allmargar hljómplötur og hélt fjölda tónleika hérlendis og í Skandinavíu.

Þessi útgáfa hefur að geyma 22 lög sem gefa góða mynd af Berþóru sem höfundi og flytjanda. Fyrir þremur árum kom út 5 diska heildaútgáfa með verkum hennar, en sú útgáfa er uppseld. Meðal vinsælla laga á nýja diskinum má nefna Verkamann, Lífsbókina, Borgarljós, Móðursorg og Sýnir. Diskurinn er sá fyrsti í nýrri útgáfuröð frá Dimmu. Útlitshönnun var í höndum Vilborgar Önnu Björnsdóttur.

Dimma gaf út heildasafn með söngvum Bergþóru árið 2008, þegar 60 ár voru liðin frá fæðingu hennar og veglegir minningartónleikar voru haldnir. Útgáfan, sem nú er uppseld, hafði að geyma allar helstu hljóðritanir Bergþóru sem út komu á árunum 1977 – 1987, en auk þess tónleikaupptökur og lög af safnplötum – samtals rúmlega 100 lög. Í veglegum, myndskreyttum bæklingi raktir Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson tónlistarferil Bergþóru.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s