Faðmlög

Faðmlög er önnur dúettaplata þessa skemmtilega tvíeykis, en sú fyrri sem heitir Glæður, kom út árið 2011. Frá þeim tíma hafa þau Kristjana og Svavar haldið fjöldan allan af tónleikum og ný lög bæst við dagskrána. Faðmlög var hljóðrituð á tónleikum í febrúar 2020. Hér er að finna íslensk og erlend lög í bland, bæði frumsamin og fengin úr smiðju annarra tónlistarmanna. Fæst bæði á geisladiski og LP.