Lady Day

Sigurður Flosason. Lady Day. Reykjavík: Dimma, 2015.

Geisladiskurinn Lady Day er gerður í tilefni af aldarafmæli söngkonunnar Billie Holiday en hún hefði orðið 100 ára 7. apríl 2015. Auk Sigurðar Flosasonar saxófónleikara skipa jazztríóið þeir Eyþór Gunnarsson á píanó og danski kontrabassaleikarinn Lennart Ginman. Þetta sama tríó hefur áður sent frá sér tvo geisladiska með þekktum jazzlögum, sem hlutu afar góðar viðtökur og lofsamlega dóma. Upptökur fóru fram í Stúdíó Sýrlandi í Vatnagörðum í júní 2014 og var hljóðvinnsla og eftirvinnsla í höndum Hafþórs Karlssonar.