Sálgæslan. Dauði og djöfull. Reykjavík: Dimma, 2011.
Hljómsveitin Sálgæslan skartar óvæntri samsetningu topp listamanna úr ólíkum geirum. Andrea Gylfadóttir og Stefán Hilmarsson syngja, Sigurður Flosason leikur á saxófóna, Þórir Baldursson á Hammond orgel og Einar Scheving á trommur. Soul, blús og jazz renna saman í ólíkum hlutföllum undir taktföstum hljóðfæraslætti og húmorinn er aldrei langt undan. Sjö aðrir hljóðfæaleikarar koma við sögu á disknum, en Þórir Úlfarsson gerði strengjaúsetningar og Sigurður Flosason blástursútsetningar. Tónlistin er öll eftir Sigurð Flosason, en textar ýmist eftir hann eða Aðalstein Ásberg Sigurðsson.