
Danííl Kharms (1905-1942) var ljóðskáld, smásagnahöfundur, leikskáld og fulltrúi framúrstefnustrauma í sovéskum bókmenntum. Á sinni tíð var hann þekktastur fyrir gamansögur handa börnum en önnur verk hans, sem ekki litu dagsins ljós fyrr en löngu eftir hans dag, halda nafni hans á lofti. Hann er nú talinn einn fremsti höfundur absúrdbókmennta í hinum vestræna heimi.
Gamlar konur detta út um glugga er úrval úr örsögum hins kunna furðusagnameistara. Bókin veitir innsýn í andrúmsloft á tímum ógnarstjórnar og undirstrikar með sínum hætti bjargarleysi sögupersóna. Þýðendur eru Áslaug Agnarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson en Áslaug Agnarsdóttir ritar einnig greinargóðan eftirmála um Danííl Kharms.
Líkar við:
Líka við Hleð...