Blásýra heitir nýr tíu laga diskur Sálgæslunnar. Sálgæslan er sérverkefni saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar en hann er höfundur allra laga og texta á plötunni.
Tónlistin teygir sig í ýmsar áttir og er einhvers staðar á mörkum jazz, blús og soul tónlistar, og textarnnir eru í sérflokki þar sem umfjöllunarefnin eru mörg hver óvenjuleg. Söngvarar plötunnar eru sex talsins; KK, Andrea Gylfadóttir, Stefán Hilmarsson, Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Rebekka Blöndal.