Fyrsti geisladiskur þessarar rómuðu hljómsveitar fyrir almennan markað, en áður birti Hraun m.a. efni á netinu og gaf út nokkra jóladiska í takmörkuðu upplagi fyrir vini, aðdáendur og aðstandendur. Hljómsveitin starfað frá sumrinu 2003 og til ársins 2008.
Meginheimspeki Hrauns felst í því að vera dálítið eins og hraun, þ.e. gróft, drynjandi, einfalt, heitt og á hreyfingu. Þannig einskorðar hljómsveitin sig ekki við eina tegund tónlistar heldur reynir að halda sig við upprunalegan tilgang tónlistar, að hreyfa við fólki á einn eða annan hátt.
Hraun skipa: Svavar Knútur, söngur, kassagítar og píanó, Guðmundur Stefán, söngur, rafgítar og kassagítar, Hjalti Stefán, söngur og flauta, Jón Geir, söngur, trommur og ásláttur og Loftur Sigurður, bassi og söngur.
Öll lögin á diskinum eru úr smiðju hljómsveitarinnar, en söngtextarnir sem ýmist eru á ensku eða íslensku eru flestir eftir söngvarann Svavar Knút.