Lindgren og Höglund: Sjáðu Hamlet

Barbro Lindgren og Anna Höglund. Sjáðu Hamlet. Reykjavík: Dimma, 2019.

Þekktasta leikverk Shakespeares er hér sett fram á einstakan og eftirminnilegan hátt í formi bendibókar sem hentar bæði stórum og smáum lesendum. Bókin hlaut afbragðs viðtökur í Svíþjóð, en höfundarnir eru þekktir fyrir óvenjulegar og áhugaverðar bækur.

„Lítið meistaraverk!“ var sagt í fleiri en einum ritdómi. Þýð. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.