Sigurður Skúlason: Heim aftur

Sigurður Skúlason. Heim aftur. Reykjavík: Dimma, 2015.

Hér er á ferðinni einlægt og persónulegt verk sem myndar einskonar lokakafla í ljóðakvartett höfundarins. Bókin skiptist í 3 kafla sem bera heitin úr vör, í djúpinu og upp haf.

Sigurður Skúlason hefur fengist við leiklist og skyld störf um langt árabil, fyrst og fremst sem leikari við Þjóðleikhúsið, en einnig hjá Leikfélagi Reykjavíkur og ýmsum sjálfstæðum leikhópum. Einnig hefur hann leikið í útvarpi, sjónvarpi og kvikmyndum. Áður hafa komið út eftir Sigurð ljóðabækurnar margbrotinn augasteinn  (1981), ævinlega hér (1996) og á leiðinni (2004).