Glæður

Kristjana Stefáns og Svavar Knútur fara á kostum á þessari plötu sem hefur að geyma fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin, en platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem undanfarin ár hefur haldið fjölda dúettatónleika við sívaxandi vinsældir.

Til helstu perla sem skreyta Glæður má nefna hin sígildu íslensku sönglög Við gengum tvö, Í dag skein sól og Enn syngur vornóttin, en til alþjóðlegra stórsmella má nefna Abbalögin One of us og When all is said and done, auk hins sígilda lags hljómsveitarinnar Styx, Boat on the river.

Glæður var öll hljóðrituð á einu kvöldi í Stúdíó Sýrlandi með völdum hópi áheyrenda, með það í huga að gæða hljómplötuna þeim kostum sem einkenna lifandi flutning. Einfaldleiki og látleysi ráða ríkjum og standa þau Kristjana og Svavar ein með kassagítar og fáein viðbótarhljóðfæri í stöku lagi. Þá er á plötunni að finna útsetningar og útfærslur sem ekki hafa heyrst áður á þekktum lögum.

Kristjönu og Svavari til aðstoðar komu þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari, Daði Birgisson hljómborðsleikari og Taylor Selsback munnhörpuleikari. Umslag og bækling hannaði Högni Sigurþórsson

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s