Meatball Evening

K Tríó hefur sent frá sér nýjan geisladisk sem ber heitið Meatball Evening. Á honum er frumsamið K_trio_Meatball_evening_lítilefni eftir Kristján Martinsson píanóleikara sem stofnaði tríóið í 2008. Að þessu sinni skipa tríóið ásamt honum Pat Cleaver á kontrabassa og Andris Buikis á trommur.

Kristján Martinsson lauk námi í jazzpíanóleik við Tónlistarskóla FÍH og stundar framhaldsnám við Conservatorium van Amsterdam í Hollandi. Hann hefur komið fram á jazzhátíðum víða í Evrópu, en K tríó hlaut fyrstu verðlaun í keppni ungra norrænna jazztónlistarmanna vorið 2008.

Með nýjum leikmönnum hefur K tríó orðið fjölþjóðlegt og aðallega leikið í Hollandi, Belgíu og Frakklandi. Bassaleikarinn Pat Cleaver er frá Bretlandi, en ólst upp í Frakklandi, stundaði framhaldsnám í Belgíu og býr nú í Amsterdam. Hann hefur leikið með mörgum jazztónlistarmönnum bæði í Hollandi og Belgíu. Trommuleikarinn Andris Buikis er í fremstu röð trommuleikara í heimlandi sínu Lettlandi og hefur leikið með fjölda þekkrta jazztónlistarmanna víða um lönd.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s