Gyrðir Elíasson. Ljóðaúrval. Reykjavík: Dimma, 2015.
Gyrðir Elíasson gaf út fyrstu ljóðabók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 og vakti þá þegar athygli fyrir ferskan og persónulegan stíl. Í kjölfarið fylgdu fleiri ljóðabækur, smásagnasöfn og skáldsögur, auk þýðinga á ljóðum og og sagnaskáldskap. Öllum þessum bókmenntagreinum hefur Gyrðir sinnt af alúð og ástríðu í áranna rás. Ljóðabækur Gyrðis hafa lengi verið ófáanlegar og því tímabært að birta nýjum lesendum og þeim sem hafa áður kynnst þeim úrval sem spannar 30 ára tímabil.