Gyrðir Elíasson: Milli trjánna

Gyrðir Elíasson. Milli trjánna (hljóðbók). Reykjavík: Dimma, 2011.

Smásagnasafnið Milli trjánna eftir Gyrði Elíasson, sem hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2011, í lestri Sigurðar Skúlasonar leikara. Sögurnar sem eru 47 talsins einkennast af þeim áreynslulausa og myndríka stíl sem prýðir verk höfundarins. Í þeim kallast umfjöllunarefnin ennfremur á við fyrri sögur Gyrðis og bregður fyrir ýmisskonar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum.

Milli trjánna undirstrikar þá markvissu þróun sem orðið hefur í sagnaveröld Gyrðis í átt til eindregnari efnistaka, um leið og við erum minnt á grunngildi tilvoru okkar í þessum fjölbreytti en þó heildstæðu smásögum. Hljóðbókin er  5:40  klst. að lengd á einum mp3 diski, sem hægt er að spila í öllum dvd spilurum, tölvum og mp3 spilurum.