Síðasta vegabréfið er fimmtánda frumsamda ljóðabók Gyrðis Elíassonar. Í umsögn um bókina á Rás 1 í Ríkisútvarpinu sagði Jórunn Sigurðardóttir meðal annars:
„Gyrðir er mikill meistari orðanna sem og vísanna hvers konar og þessum hæfileika beitir hann óspart … Við fyrsta lestur virðist gamnið kannski algerlega í fyrirrúmi. Við annan lestur verður hins vegar ljóst að jafnvel aulalegasti útúrsnúningur býr yfir „tragískri sökku“ eins og Gyrðir orðar það og hefur eftir William Heinesen.