Fyrsta sólaplata Kristjönu Stefáns, ef frá er talin jólaplatan frá 1996. Þessi kom út árið 2001 og hlaut mjög góðar viðtökur og dóma. Í Morgunblaðinu sagði Vernharður Linnet m.a. „Kristjönu Stefánsdóttur hefur vaxið ásmegin hin síðari ár og ég held það sé varla orðum aukið að telja hana fremstu djasssöngkonu sem við höfum eignast…“