Ölduslóð

Þriðja sólaplata söngvaskáldsins Svavars Knúts ber heitið Ölduslóð og hefur að geyma tíu DIM54_COV_wfrumsamin lög sem fjalla á einn eða annan hátt um dásemdir hversdagsleikans og margbreytileika tilverunnar.

Á plötunni koma fram með Svavari tékkneska söngkonan Markéta Irglová, Helgi Hrafn Jónsson, fjöllistamaður, Pétur Grétarsson, slagverksleikari og Kristín Lárusdóttir sellóleikari, auk nokkurra skemmtilegra bakraddasöngvara.
Platan er í rökréttu framhaldi af fyrstu sólóplötu Svavars, Kvöldvöku, sem kom út árið 2009, en þar var meginviðfangsefnið leiðin frá eymd til endurlausnar.
Ölduslóð var hljóðrituð í hljóðverinu Gróðurhúsinu af Sturlu Míó Þórissyni og kemur út samtímis hjá Dimmu útgáfu á Íslandi og Beste! Unterhaltung í Þýskalandi.
Eins og á fyrri sólóplötum Svavars Knúts var myndskreyting plötunnar í höndum dóttur hans, Dagbjartar Lilju. Þar er um að ræða sérstakt samvinnuverkefni þeirra feðgina, sem miðar að því að sýna þróun þeirra beggja í takt. Högni Sigþórsson hannaði umbúðir plötunnar.

Hér að neðan má hlýða á plötuna:

 

Ef þið kunnið að meta plötuna er alveg kjörið að fjárfesta í henni. Verð: 2.500 kr.
Hér er pöntunareyðublað Dimmu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s