Anna Pálína & Gunnar Gunnarsson

Von og vísa – sálmar í flutningi Önnu Pálínu Árnadóttur og Gunnars Gunnarssonar – er komin út í nýrri útgáfu.
Von og vísa kom fyrst út árið 1994 og var önnur platan sem Anna Pálína hljóðritaði. Með henni hófst jafnframt gjöfult samstarf hennar við Gunnar Gunnarsson sem lék á öllum plötum hennar eftir það. Á plötunni eru þekktir sálmar settir í nýstárlegan búning og með réttu má segja að Von og vísa hafi verið undanfari margra seinni tíma hljóðritana með sálmatónlist í nýjum búningi. Meðal sálma á plötunni eru Þú mikli Guð, Heyr himnasmiður, Lýs milda ljós, Á föstudaginn langa og Ver hjá mér herra