Guðrún Gunnarsdóttir (1963) á að baki farsælan söngferil í tvo áratugi. Hún hefur víða komið við og sungið inn á fjölda platna með ýmsum listamönnum og átt vinsæl lög á mörgum safnplötum, þ.á.m. Minningaplötunum og Íslandslögum. Hljóðritanir hennar gætu þannig fyllt margar hljómplötur. Guðrún hefur einnig tekið þátt í uppfærslu söngleikja og ber þar hæst hlutverk Maríu Magdalenu í uppfærslu á Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu 1995 og einnig hefur hún komið fram í tónlistardagskrám af ýmsu tagi.
Fyrsta sólóplata Guðrúnar, Óður til Ellyjar, var tekin upp á samnefndum minningartónleikum hennar um Elly Vilhjálms í Salnum, Kópavogi 14. nóv. 2002.
Helstu hljóðritanir:
Cornelis Vreeswijk, Dimma 2009
Umvafin englum, Sena, 2008
Eins og vindurinn, Dimma 2004
Óður til Ellyjar, Dimma 2003
Fagra veröld (ásamt Agli Ólafssyni), AB, 1993
Ennfremur ´samt Friðriki Ómari:
Ég skemmti mér (Sena 2005), Ég skemmti mér í sumar (Sena 2006) og Ég skemmti mér um jólin (Sena 2007)