Olga Guðrún: Kvöldfréttir

Um þessar mundir eru liðnir þrír áratugir frá fyrstu útgáfu Kvöldfrétta, LP plötu þar sem Olga Guðrún flutti lög og texta Ólafs Hauks Símonarsonar. Þessi skemmtilegi geisladiskur sem á sínum tíma þótti nokkuð róttækur er loksins kominn út á geisladiski, þremur áratugum eftir útgáfuna á LP plötu. Þegar Kvöldfréttir komu út höfðu Ólafur Haukur og Olga Guðrún þegar slegið í gegn með barnaplötunni Eniga meniga, sem notið hefur fádæma vinsælda alla tíð síðan.

Kvöldfréttir féllu á vissan hátt í skugga barnatónlistar Ólafs Hauks Símaonarsonar, en eflaust muna þó margir eftir lögunum Keflavíkurvegurinn, Allar leiðir, Karl Marx, Victor Jara o.fl. Útsetningar og upptökustjórn Kvöldfrétta annaðist Karl Sighvatsson og margir þekktir hljóðfæraleikaar komu við sögu, þ.á.m. Tómas Tómasson, Þórður Árnason, Ragnar Sigurjónsson, Áskell Másson og Egill Ólafsson.