Umbra. Úr myrkrinu. Reykjavík: Dimma, 2018.
Úr myrkrinu er fyrsti geisladiskur tónlistarhópsins Umbru. Áheyrendur eru leiddir inn í dulúð fornrar tónlistar frá Íslandi og frá meginlandi Evrópu; frá Englandi, Þýskalandi, Spáni og Katalóníu. Draugar, vosbúð, kuldi og myrkur hefur verið vinsælt yrkisefni íslenskra þjóðlaga en það er e.t.v í stíl við þjóðarsálina og dvöl á einangraðri eyju.
Myrkrið í evrópskri miðaldatónlist birtist fremur í ofuráherslu á mannlega þjáningu, syndina og breyskleika mannsins. Í allri þessari tónlist er samt heillandi fegurð og frumleiki sem á erindi við nútímann.