Anna Pálína Árnadóttir og sænska þjólagatríóið Draupner flytja hluta af íslenskum þjóðlagaarfi í nýjum búningi. Um er að ræða danskvæði sem eiga það sammerkt við fornsögurnar að höfunda er aldrei getið. Í endursköpun sagnadansanna er haft að leiðarljósi að koma ljóðunum vel til skila en einnig að dansinn sé undirliggjandi þannig að skemmtunin og krafturinn sem þessi menningarfjársjóður býr yfir skili sér sem best. Anna Pálína, söngur, Tomas Lindberg, gítar, mandóla og búsúkí, Görgen Antonsson, fiðla, Henning Andersson, fiðla og Pétur Grétarsson, slagverk. Á plötunni eru þjóðlög og nýrri lög sem Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Anna Pálína Árnadóttir hafa samið við fornkvæðin. Vésteinn Ólason prófessor ritar formála og allir textar eru birtir á íslensku og í enskri þýðingu Bernards Scudder.
Efni: 1. Harmabótarkvæði 2. Tristrams kvæði 3. Ásu kvæði 4. Húfan dýra 5. Sætröllskvæði 6. Tófu kvæði 7. Kóngssona kvæði 8. Kvæði af Ólafi liljurós 9. Draumkvæði