Það sem hverfur

Fjórtán nýjar tónsmíðar Sigurðar Flosasonarfvið ljóð Aðalsteins Ásbergs úr hinni rómuðu ljóða- og ljósmyndabók Eyðibýli, sem hann og Nökkvi Elíasson gáfu út, verki sem hverfist um horfinn heim sem þó stendur flestum ótrúlega nærri. Sigurði til fulltingis eru söngvararnir Ragnheiður Gröndal og Egill Ólafsson, ásamt Kjartani Valdimarssyni, sem leikur á píanó , hljómborð, orgel, harmóníkku og hljóðgerfla, og Matthíasi Hemstock á trommur, slagverk , trommuheila og náttúruhljóð.