Willem M. Roggemann: Ummyndanir skáldsins

Willem M. Roggeman er einn af þekktari höfundum Belga og hefur sent frá sér  ljóð, ritgerðir, endurminningar, leikrit og viðtalsbækur og verk hans verið þýdd á fjölda tungumála.

Hjá Dimmu hefur nú komið út ljóðaúrvalið Ummyndanir skáldsins og fleiri ljóð í  íslenskri þýðingu skáldsins Sigurðar Pálssonar. Í eftirmála bókarinnar skrifar Sigurður meðal annars: „Ummyndanir skáldsins fara fram í tungumálinu og sköpunarmáttur þess knýr þær áfram. Skáldið skapar ljóðheim sinn en með hverju nýju ljóði breytist sá heimur og skapar nýtt skáld.“