Agnar Már Magnússon

Agnar Már Magnússon hóf tónlistarnám á unga aldri. Eftir lokapróf frá tónlistarskóla FÍH í Reykjavík Agnar Marog Conservatorium van Amsterdam í Hollandi stundaði hann nám hjá Larry Goldings og fleiri einkakennurum í New York. Þar komst hann jafnframt í kynni við marga þekkta djasstónlistarmenn og þau kynni leiddu m.a. til hljóðritunar fyrsta geisladisks hans sem ber nafnið 01. Núll einn var gefinn út 2001og honum dreift víða um heim af spænska plötufyrirtækinu Fresh Sound-New Talent. Síðan þá hefur Agnar sent frá sér marga geisladiska sem hafa flestir hlotið tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Þeirra á meðal eru Tónn í tómið, tónleikaupptaka af píanó-dúett með Ástvaldi Traustasyni, og tveir geisladiskar með B3 tríó, Fals og Kör, þar sem Agnar leikur á Hammond orgel. Einnig gaf Agnar út frumsamda tónlist við leikritið Nítjánhundruð, sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu, 2005. Agnar hefur hlotið verðlaunin Outstanding Musicianship Award frá Berklee tónlistarháskólanum í Boston og komist í undanúrslit í Alþjóðlegu djass-píanókeppninni Martial Solal í París 2002. Hann hefur
útsett tónlist fyrir geislaplötur og söngleiki, starfað með Stórsveit Reykjavíkur í mörg ár, leikið á tónleikum heima og erlendis og annast tónlistarstjórn í leikhúsi. Agnar starfar nú sem djasspíanisti en kennir jafnframt píanóleik við
djassdeild Tónlistarskóla FÍH.
FIL32
KVIKA_COV_X_netuppl-thumb-384x345-142
DIM55_COV_o
              Láð (2007)                      Kvika (2009)                      Hylur (2012)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s