Birtan yfir ánni

Gyrðir Elíasson. Birtan yfir ánni. Reykjavík: Dimma, 20167.

Yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík en endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei áður ratað hingað til lands.

Eins og í fyrra safni ljóðaþýðinga Gyrðis, Tunglið braust inn í húsið, er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðlistin er einnig tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.  Greinargott höfundatal fylgir í bókarlok.