Sorgarmarsinn

Gyrðir Elíasson. Sorgarmarsinn. Reykjavík: Dimma, 2018.

Sorgarmarsinn segir af textasmiðnum Jónasi sem hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og hrífandi frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar.

Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþríleik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en báðar fjölluðu þær með áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um málara en hin um rithöfund.