Sumartungl er tíunda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega. Í viðtali við Árna Matthíasson sagði skáldið þetta um vinnulag sitt og tilurð ljóðanna í bókinni:
„Ég fæ oft til mín setningar en stundum kemur andinn hreinlega yfir mig. Ég er alltaf með skriffæri á mér og litla minnisbók og eitthvað gerist bara, það gerist hvar sem er og hvenær sem er, maður veit aldrei hvenær. Ég nótera hjá mér og stundum vinn ég áfram með eittvað, stundum leyfi ég því bara að liggja. Svo þegar mér er orðið mál að skoða betur það sem ég er að gera fer ég að vinna einbeittur. Ég er tek svolitlar skorpurstundum og þannig verð ég að vinna af því að ég er að vasast í mörgu, en það er náttúrlega mitt vinnulag og hefur verið alla tíð.“
–