Georgi Gospodinov: Náttúruleg skáldsaga.

Georgi Gospodinov. Náttúruleg skáldsaga. Reykjavík: Dimma, 2013.

Þetta er óvenjuleg, margslungin og heillandi skáldsaga sem fellur utan hefðbundins ramma skáldskapar, en á sér djúpar rætur í heimi popplistar, sígildrar heimspeki og bókmennta. Opinská, einlæg og rambar jafnvel stundum á barmi sturlunar.

Georgi Gospodinov fæddist í Búlgaríu 1968. Auk Náttúrulegrar skáldsögu hefur hann sent frá sér ljóðabækur, smásagnasafn og leikrit. Fyrsta ljóðabók hans, Lapidarium (1992), hlaut verðlaun sem besta frumraun, en henni fylgdi skáldið eftir með Einmennings kirsuberjatré (1996) sem vann til bókmenntaverðlauna Búlgarska rithöfundasambandsins. Tvær ljóðabækur fylgdu í kjölfarið: Bréf til Gaustin (2003) og safnútgáfan Ballöður og brotalamir (2007). Ljóð hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála og m.a. verið gefin út á þýsku, portúgölsku og tékknesku. Með Náttúrulegri skáldsögu (1999) sló Georgi Gospodinov í gegn svo um munaði og verk hans hafa notið sívaxandi vinsælda síðan.  Georgi Gospodinov var á Bókmenntahátíð í Reykjavík  2013.