Mónókróm

Mónókróm nefnist þriðji diskur Andrésar Þórs gítarleikara og hefur að geyma nýja, DIM53frumsamda jazztónlist. Á diskinum eru 10 tónsmíðar sem bera keim af ólíkum stefnum og straumum og eru þannig á mörkum jazz, popp, blúgrass og þjóðlagatónlistar.

Á Mónókróm er hljóðfæraskipanin fjölbreytt, en þar leikur Andrés sjálfur á gítar, dóbró. lap steel og pedal steel; Agnar Már Magnússon á píanó,  wurlitzer, celeste, harmóníum, og mellotron; Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur og slagverk.

Mónókróm var hljóðrituð í Sundlauginni í Mosfellsbæ í nóvember 2011, en eftirvinnsla og hljóðblöndun áttu sér stað snemma á árinu 2012. Upptökumenn voru Birgir Jón Birgisson, Elisabeth Carlsson og Stefán Örn Gunnlaugsson,  um hljóðblöndun sá Kjartan Kjartansson og um hljómjöfnun sá Styrmir Hauksson.  Högni Sigurþórsson hannaði útlit, en ljósmyndir tók Arnþór Birkisson.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s