Gunnar Gunnarsson

Gunnar Gunnarsson er fjölhæfur tónlistarmaður og hefur getið sér gott orð fyrir píanóleik, Gunnar_Gunnarssonorgelleik, útsetningar og kórstjórn. Hann hefur víða komið fram á tónleikum innan lands og utan. Auk hljóðritana í eigin nafni hefur hann átt þátt í útsetningum og hljóðritunum annarra listamanna.

Gunnar Gunnarsson (1961) hóf tónlistarnám á Akureyri, en lauk síðar kantorsprófi frá Tónskóla þjóðkirkjunnar 1988 og lokaprófi frá Tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík 1989. Frá árinu 1995 hefur hann verið organisti við Laugarneskirkju í Reykjavík. Gunnar hefur getið sér gott orð fyrir fjölbreytilegan tónlistarflutning og víða komið fram á tónleikum innan lands og utan. Auk hefðbundinnar tónlistar á vettvangi kirkjuorganista hefur hann lagt sig eftir að útsetja og flytja trúarlega tónlist með nýstárlegum hætti. Einnig hefur hann leikið á píanó með mörgum þekktum tónlistarmönnum og átt þátt í útsetningum og hljóðritunum djasstónlistar og þjóðlegrar tónlistar. Á undanförnum árum hefur Gunnar í auknum mæli útsett tónlist fyrir kóra og sönghópa og hafa útsetningar hans á kirkjutónlist komið út hjá Skálholtsútgáfunni. Einnig hefur hann útsett djasstónlist, m.a. eftir Tómas R. Einarsson í bókinni Djassbiblía Tómasar R.

Helstu hljóðritanir:

Von og vísa: Anna Pálína Árnadóttir/Gunnar Gunnarsson (Dimma 1994)
SKÁLM: Gunnar Gunnarsson (Dimma 1996)
STEF: Gunnar Gunnarsson (Dimma 1998)
Sálmar lífsins: Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson (Dimma 2000)
Sálmar jólanna: Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson (Dimma 2001)
DES: Gunnar Gunnarsson (Dimma 2003)/ Endurútg. 2013
Draumalandið: Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson (Dimma 2004)
HÚM: Gunnar Gunnarsson (Dimma 2005)

HRÍM: Gunnar Gunnarsson (Dimma 2008)

Sálmar tímans: Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson (Dimma 2010)

GNÓTT: Gunnar Gunnarsson (Dimma 2010)

Icelandi Hymns: Sigurður Flosason/Gunnar Gunnarsson (Dimma 2013)

SKÁLM & STEF: Gunnar Gunnarsson (ný útgáfa, Dimma 2014)

525: Gunnar Gunnarsson (Dimma 2014)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s