Íslensk jazztónlist gerist vart betri. Saxófónleikarinn Sigurður með nýja, frumsamda tónlist, en auk hans leikur Eyþór Gunnarsson á píanó, Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur. Plata sem hefur hlotið einróma lof og var gefin út í Japan sl. sumar. Hágæða jazz!
Á Leiðin heim leikur Sigurður Flosason saxófónleikari frumsamda jazztónlist, en auk hans leikur Eyþór Gunnarssyni á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Pétur Östlund á trommur. Þetta er fyrsta kvartett hljóðritun Sigurðar Flosasonar í eigin nafni en áður hefur hann m.a. hljóðritað tríóplöturnar Himnastigann og Djúpið og kvintettplöturnar Gengið á lagið og Gengið á hljóðið. Tónsmíðar Sigurðar á Leiðinni heim eru flestar samdar á liðnum vetri og marka á vissan hátt þáttaskil á ferli hans sem höfundar. Hér er um að ræða tíundu plötu hans og þá fyrstu síðan 1996 með frumsaminni tónlist.
Leiðin heim var hljóðrituð í hljóðveri FÍH í byrjun mars. Hljóðritun annaðist Óskar Páll Sveinsson. Vandaður bæklingur með ljósmyndum Nökkva Elíassonar og upplýsingum á íslensku og ensku fylgir plötunni. Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði umbúðir.