ÞETTA ER ALLA eftir Jon Fosse í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar hefur verið tilnefnd til Íslensku þýðingarverðlaunanna ásamt fimm öðrum skáldverkum.
Í umsögn dómnefndar segir:
Jon Fosse er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna, afkastamikill skáldsagnahöfundur, ljóðskáld og leikskáld. Þetta er Alla segir frá lífi, dauða og missi í litlu húsi við norskan fjörð. Sagan gerist í hugarflæði og spannar í senn fáeinar klukkustundir og margar kynslóðir. Fortíð og nútíð renna saman í löngum málsgreinum sem flæða eins og öldur og draga lesandann inn í heim sögunnar. Þetta er Alla er fimmta bók Jons Fosse sem kemur út í íslenskri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Þýðing Hjalta virkar áreynslulaus, á látlausu máli sem fellur vel að efni og inntaki sögunnar.