
Smáskífan Sumarnótt – nýtt lag eftir Guðmund Andra Thorsson í flutningi höfundar er komið út á streymisveitum. Hér er um að ræða forsmekkinn að nýrri breiðskífu með lögum og ljóðum Guðmundar Andra sem er þó betur þekktur fyrir bækur af ýmsu tagi.
Flytjendur: Guðmundur Andri, söngur og gítar, Ragnheiður Ólafsdóttir, söngur, Eyjólfur Guðmundsson, rafgítar, Guðmundur Ingólfsson, bassi og stálgítar, Þorkell Heiðarsson, píanó og harmonikka, Aðalgeir Arason, mandólín, Ásgeir Óskarsson, trommur og ásláttur. Upptaka og prógrammering: Guðmundur Ingólfsson.
Fyrir tveimur árum kom út hjá Dimmu fyrsta breiðskífa Guðmundar Andra, en hún ber heitið Ótrygg er ögurstundin og hafði að geyma 14 lög úr smiðju söngvaskáldsins. Og nú er skammt í annan skammt af ekki ólíku sauðahúsi.
https://open.spotify.com/album/6VnTVxtbyXmdH9gPZdA1MC?si=BlaJu6dBQxGQBZMurWkpeQ