Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Íslensku þýðingarveðlaunin fyrir WALDEN

Elísabet Gunnarsdóttir og Hildur Hákonardóttir hlutu Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir WALDEN_XXWalden eftir Henry David Thoreau. Forseti Íslands afhenti verðlaunin 3. mars 2018. Í umsögn dómnefndar um verðlaunaverkið segir:

Walden eða Lífið í skóginum er eitt af höfuðverkum bandarískra bókmennta og segja má að verkið marki upphafsspor í vestrænni hugsun um náttúruvernd og samband manns og náttúru. Samvinnuþýðing Elísabetar Gunnarsdóttur  og Hildar Hákonardóttur er einkar vel heppnuð og fangar 19. aldar stemningu og tærleika þessa klassíska texta á sérlega vandaðri íslensku án þess að vera gamaldags. Orðgnótt og afar næm tilfinning þýðenda fyrir samspili tungumáls og efnis lyftir textanum upp á ljóðrænt svið þar sem hugblær og hrifnæmi náttúruunnandans lætur engan lesanda ósnortinn.

Eftirmálar og skýringar þýðenda bera vott um ígrundaða vinnu og einfaldar og fallegar teikningar Hildar gefa bókinni aukið gildi. Allur frágangur bókarinnar er til sóma og hún er ákaflega vandaður og fallegur prentgripur.

 


2 athugasemdir

Sálmar á nýrri öld – SCHOLA CANTORUM

Geisladiskurinn Sálmar á nýrri öld með kammerkórnum Schola cantorum er SAL_framhlid_01kominn út.

26 fallegir og fjölbreyttir sálmar í flutningi þekktasta kammerkórs á Íslandi. Efnið spannar vítt svið ljóða og tóna þar sem lofgjörð, bæn, gleði, sorg, árstíðir og ævidagar koma við sögu. Ljóðskáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og tónskáldið Sigurður Flosason fara ótroðnar slóðir og skapa einstakt verk sem lætur engan ósnortinn.


Skrifa athugasemd

Arnar Herbertsson – listaverkabók

Glæsilegt verk um myndlistamanninn Arnar Herbertsson (f. 1933) sem  var á sínum tíma Arnar Herbertssonvirkur í SÚM og tók þátt í samsýningum þess hérlendis og erlendis. Um tíma dró hann sig í hlé en hefur allt frá árinu 1990 verið ötull á sínu sviði, notið vaxandi virðingar og verk hans verið sýnd innan lands og utan. Bókin spannar hálfrar aldar feril þessa einstaka listamanns, sem Ásdís Ólafsdóttir listfræðingur gerir ítarleg skil. Einnig rita listfræðingarnir Ólafur Gíslason og Æsa Sigurjónsdóttir kafla í bókina. Ríkulegt myndefni.

Bókin er 99 bls. í stóru broti, innbundin.


Skrifa athugasemd

Tvær af útgáfubókum Dimmu tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna

Tvær af útgáfubókum Dimmu hafa verið tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna! Ko_Un_XXÞetta eru ljóðaúrvalið SORGIN Í FYRSTU PERSÓNU eftir Ko Un, eitt helsta skáld Suður-Kóreu. Gyrðir Elíasson valdi og þýddi ljóðin, en hann hefur tvívegis hlotið umrædd verðlaun fyrir ljóðaþýðingar. Meistaraverkið WALDEN eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur er einnig tilnefnt, en það sætir tíðindum að þessi heimsfræga bók kemur nú fyrst út á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins. Dimma óskar þeim Gyrði, Elísabetu og Hildi hjartanlega til hamingju með tilnefningarnar!WALDEN_XX


Skrifa athugasemd

WALDEN loksins á íslensku

Hið heimsfræga meistaraverk Walden eða lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau er WALDEN_XXnú loksins komið út á íslensku í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur, en Gyrðir Elíasson ritar inngangsorð.  

Henry David Thoreau (1817-1862) er án efa einn af merkustu rithöfundum og hugsuðum Norður-Ameríku.  Á sinni tíð skrifaði hann á einstæðan hátt um samspil manns og náttúru. Meistaraverkið Walden varð til þegar hann bjó einn úti í skógi í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda.

Verkið kemur í fyrsta sinn út á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

Walden er 399 bls. innbundin.  Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en myndir á kaflaskilum eru eftir Hildi Hákonardóttur.


Skrifa athugasemd

Rummungur ræningi er kominn aftur

Þessi sígilda og vinsæla saga eftir þýska metsöluhöfundinn Otfried Preußler er Rummungur ræningikomin út í nýrri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.

Rummungur ræningi kom fyrst út á íslensku fyrir hálfri öld og hefur lengi verið með öllu ófáanleg. Ævintýri Kaspers og Jobba hefjast þegar Rummungur ræningi stelur kaffikvörninni hennar ömmu. Vinirnir tveir ætla að handsama ræningjann og endurheimta kvörnina, en það reynist þrautin þyngri.

Falleg, litprentuð afmælisútgáfa!