Gangandi íkorni

Gyrðir Elíasson. Gangandi íkorni. Reykjavík: Dimma, 2017.

Gangandi íkorni markaði afgerandi tímamót á ferli Gyrðis Elíassonar þegar sagan kom fyrst út haustið 1987. Að margra dómi gegnir verkið einnig lykilhlutverki í íslenskri bókmenntasögu og það hefur borið hróður höfundarins langt út fyrir landsteinana. Þess ber einnig að geta að rætur sögunnar ná enn lengra aftur.

Hér er á ferðinni 30 ára afmælisútgáfa Dimmu sem felur í sér frumgerð verksins.