Tvær frábærar bækur eftir SVEIN NYHUS, einn þekktasta barnabókahöfund Norðmanna

ENGINN er einföld saga en um leið heimspekileg og hreyfir við lesendum, hvort sem þeir eru börn eða fullorðnir. Sagan sem sögð er í máli og myndum kemur á óvart, auk þess að snúast um skemmtilegan orðleik þar sem Enginn er í aðalhlutverki. Sannkallað meistaraverk.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði
Verð: 3.200,-

HEIMURINN ER HORNALAUS er ljóðræn og hrífandi bók fyrir unga lesendur, en líka þá sem eldri eru. Viktor situr ofan í pappakassa og hugsar, en um leið fær lesandinn að taka þátt í þeirri veröld sem hann skynjar og skilur á sinn hátt, enda bráðnauðsynlegt að útskýra hina ýmsu þætti tilverunnar. Bók sem hlotið hefur margskonar verðlaun og viðurkenningar.
Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði
Verð: 3.200,-