2020

Á útgáfulista Dimmu árið 2020 má finna afar fjölbreytta flóru bóka, frumsamdar og þýddar, fyrir fullorðna og börn. Gyrðir Elíasson sendi frá sér nýja ljóðabók, Magnús Sigurðsson gefur út þýðingar á ljóðum Emily Dickinson og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Högni Sigurþórsson vinna saman myndskreytta bók með ljóðum fyrir börn. Af fjölmörgum þýðingum má nefna skáldsöguna Dyrnar eftir Mögdu Szabó og örsagnasöfn eftir Daniil Kharms og Katrín Ottarsdóttur.

Frumsamin verk

  • Aðalsteinn Emil Aðalsteinsson. 500 dagar af regni.
  • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Högni Sigurþórsson. Sólarhjólið.
  • Gyrðir Elíasson. Draumstol.
  • Jón Karl Helgason. Sögusagnir.

Þýdd verk

  • Daniil Kharms. Gamlar konur detta út um glugga. Þýð. Áslaug Agnarsdóttir og Óskar Árni Óskarsson.
  • Katrín Ottarsdóttir. 43 smámunir. Þýð. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.
  • Magda Szabó. Dyrnar. Þýð. Guðrún Hannesdóttir.