Geisladiskur með úrvali þeirra laga sem hin vinsæla og dáða vísnasöngkona Anna Pálína Árnadóttir sendi frá sér á ferli sínum. Hér eru saman komin mörg af vinsælustu lögum hennar, en mörg þeirra hafa lengi verið ófáanleg svo sem Haustvísa, Lífinu ég þakka og Maístjarnan.