Sigurður Flosason. Tveir heimar. Reykjavík: Dimma, 2014.
Saxófónleikarinn Sigurður Flosason flytur þrjú tónverk sem samin voru sérstaklega fyrir hann og eru í flokki verka sem stundum eru kennd við „þriðja strauminn“, hugtak sem haft er um samruna jazz og klassískrar tónlistar; tveggja strauma sem mynda hinn þriðja. Verkin þrjú eru Changing Times eftir Árna Egilsson, Skuggar af skýjum eftir Áskel Másson og Að leikslokum eftir Gunnar Reyni Sveinsson.