Gunnar Gunnarsson píanóleikari er í aðalhlutverki á þessari rómuðu plötu sem hefur að geyma íslenska og norræna tónlist, en honum til fulltingis eru þrír kontrabassaleikarar, þeir Tómas R. Einarsson, Gunnar Hrafnsson og Jón Rafnsson.
Húm inniheldur lög eftir íslensk og norræn tónskáld, þ.á.m. Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson, Nótt eftir Árna Thorsteinsson, Tvær stjörnur eftir Megas og álenska þjóðlagið Vem kan segla. Að auki eru tvö lög eftir Gunnar sjálfan, Húm og Óttuvals.
HÚM var hljóðrituð í Hljóðveri FÍH í júní sl.. Hljóðritun annaðist Gunnar Smári Helgason. Vandaður bæklingur með ljósmyndum Nökkva Elíassonar og upplýsingum á íslensku og ensku fylgir plötunni. Vilborg Anna Björnsdóttir hannaði umbúðir.