Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Sólsetursvatnið eftir J.R. Léveillé

J.R. Léveillé er frönskumælandi Kanadabúi og hefur þá sérstöðu að vera frá vesturhluta landsins þar sem enska er ríkjandi tungumál. Fyrir Sólsetursvatnið hlaut hann einróma lof, en um að ræða afar óvenjulega og heillandi ástarsögu sem hrífur lesandann og vekur upp spurningar um leið.  Fólk af ólíkum uppruna hittist fyrir tilviljun, ung kona öðlast nýja sýn á tilveruna og lífið hættir að vera hversdagslegt.

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir íslenskaði

116 bls. sveigjanleg kápa

Högni Sigurþórsson hannaði kápuna


Skrifa athugasemd

Sorgin í fyrstu persónu – ljóð eftir Ko Un

Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Suður-Kóreu. Ko Un hefur á löngum ferli sent frá sér Ko_Un_XXtugi ljóðabóka, en að auki fengist við aðrar greinar ritlistar. Í seinni tíð hefur nafn hans oft borið á góma í tengslum við Bókmenntaverðlaun Nóbels. Verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála, og þau notið vaxandi athygli um heim allan, enda verður kveðskapur hans að teljast á ýmsan hátt einstakur.
Gyrðir Elíasson færir ljóð þessa austurlenska meistara í íslenskan búning, og ritar að auki ítarlegan inngang þar sem fjölþætt listsköpun hans er sett í samhengi við viðburðaríka ævi.

Sorgin í fyrstu persónu er 214 bls. í sveigjanlegu bandi. Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en kápumyndin er eftir Gyrði Elíasson.


Skrifa athugasemd

Heimferðir – ljóð eftir Christine De Luca

Christine De Luca frá Hjaltlandseyjum er meðal þekktustu skálda Skotlands og hefur Heimferðirverið heiðursskáld Edinborgar undanfarin ár. Í kveðskap hennar skarast aldagamlar hefðirog nútímasamfélag á einstakan og hrífandi hátt. Heimferðir er úrval af ljóðum hennar frá tveggja áratuga tímabili í tvímála útgáfu á hjaltlensku og íslensku.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson valdi og íslenskaði.

Bókin er 86 bls. í sveigjanlegri kápu, sem Högni Sigurþórsson hannaði.

Christine De Luca var  gestur á bókmenntahátíð í Reykjavík 2017

 


Skrifa athugasemd

Laszló Krasznahorkai: Síðasti úlfurinn

Síðasti úlfurinn er afar sértök frásögn, rakin af mælskum sögumanni sem staddur er á krá í Berlín og eini hlustandinn er fremur áhugalítill barþjónn. Í ljós kemur að hann hefur (fyrir mistök eða gráglettni örlaganna) verið ráðinn til að skrifa skýrslu um síðasta úlfinn í hinu hrjóstruga Extremadura-héraði á Spáni. Frásögnin – skráð í einSíðasti úlfurinnni setningu – fer fram og til baka í tíma og rúmi, þannig að lesandinn verður að hafa sig allan við til að missa ekki af neinu.
Ungverski verðlaunahöfundurinn László Krasznahorkai er mörgum Íslendingum að góðu kunnur fyrir samstarf sitt við kvikmyndaleikstjórann Béla Tarr, en myndirnar Sátántangó og Werckmeister harmóniák eftir bókum hans teljast til meistaraverka kvikmyndalistarinnar.
Einar Már Hjartarson íslenskaði


Skrifa athugasemd

Pnín eftir Nabokov komin út

Pnin

Bráðfyndin og óvenjuleg saga um Tímofej Pnín, sérkennilegan og viðutan háskólakennara í Bandaríkjunum á sjötta áratug liðinnar aldar. Pnín, sem er landflótta Rússi, berst við að halda stöðu sinni og virðingu þrátt fyrir ýmsar uppákomur og misskilning. Grátbrosleg og einstök frásögn sem ber rómaðri stílgáfu höfundarins vitni.

Pnín var 13. skáldsaga Nabokovs og sú fjórða sem hann skrifaði á ensku. Hún birtist fyrst sem framhaldssaga í The New Yorker, en kom árið 1957 út á bók og jók til muna hróður höfundarins innan bókmenntasamfélagsins vestra. Fyrir hana hlaut Nabokov sína fyrstu tilnefningu til National Book Award og margir álíta að Pnín sé skemmtilegasta verk hans.


Skrifa athugasemd

Magnús Sigurðsson tilnefndur til Maístjörnunnar fyrir Veröld hlý og góð

Rithöfundasamband Íslands og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafa stofnað verold-hly-og-godtil nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega héðan af. Fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar við hátíðlega athöfn í Gunnarshúsi:

Tilnefndir eru:

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: BenediktMagnúsSig2016 (3)


Skrifa athugasemd

Birtan yfir ánni

Nýtt safn ljóðaþýðina eftir Gyrði Elíasson

Birtan yfir ánni er yfirgripsmikið safn ljóða eftir fjölmörg skáld sem eru um margt ólík GE_Birtan_yfir_anni_XXen endurspegla þó með einhverjum hætti þær áherslur og undirliggjandi tóna sem oft er að finna í ljóðum og ljóðaþýðingum Gyrðis Elíassonar. Einsog í fyrri stórbók hans Tunglið braust inn í húsið er leitað í smiðju kínverskra skálda fyrr á öldum, áður en nútímaljóðlistin er tekin fyrir með viðkomu á fyrri hluta 20. aldar.

Skáldin eru sum heimsfræg, en önnur minna þekkt. Nokkur þeirra hafa áður verið kynnt til sögunnar í íslenskum þýðingum, önnur hafa aldrei áður ratað hingað til lands. Greinargott höfundatal fylgir í bókarlok.

Gyrðir Elíasson hefur tvívegis hlotið Íslensku þýðingaverðlaunin fyrir ljóðaþýðingar sínar, árið 2011 fyrir safnið Tunglið braut inn í húsið og 2014 fyrir Listin að vera einn eftir japanaska skáldið Shuntaro Tanikawa.

Birtan yfir ánni er 382 bls. innbundin.

Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en kápumyndin er eftir Gyrði Elíasson.