GEYMT OG GLEYMT með Guðmundi Andra

Nýja platan með Guðmundi Andra Thorssyni er komin hús og verður dreift í vel valdar verslanir á næstunni. Um er að ræða safn laga og ljóða úr smiðju flytjandans, sem hefur víða komið við á ferli sínum og er öllu þekktari fyrir bækur en breiðskífur, en fyrir tveimur árum kom fyrsta platan hans ÓTRYGG ER ÖGURSTUNDIN út.

Það sem hverfur – þrjár tvímála útgáfur

Ljóð eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson – Ljósmyndir: Nökkvi Elíasson

Tvímála ljóðaútgáfur ásamt fjölda ljósmynda af íslenskum eyðibýlum. Verk sem býr yfir miskunnarlausri fegurð hnignunar sem höfundarnir fanga með eftirminnilegum hætti, en fyrsta bók þeirra sem kom út fyrir tæpum tveimur áratugum hlaut afar góðar viðtökur. Tregablandin ljóð kallast á við áhrifamiklar myndir og hreyfa svo sannarlega við lesandanum.

This bilingual edition of Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson’s poetry, which includes photographs of abandoned houses by Nökkvi Elíasson, presents a moving and unique image of an Iceland that once was. When their first book, Eyðibýli (Abandoned Farms), came out in 2004, it garnered well-deserved attention, and their works have since travelled far and wide in various forms and have been met with excellent reception. Music has been composed together with the poetry, and the photographs have adorned book covers as well as magazine pages.

Here, poetry and photography complement one another with a poignant effect and arouse a strong feeling for the ephemeral. Sorrow-filled beauty accompanies the echoes of a time gone by that in some way continues to move us.

Verð: 3.990,-

In dieser zweisprachigen Ausgabe von Aðalsteinn Ásberg Sigurðssons Gedichten mit Nökkvi Elíassons Fotografien von verlassenen Häusern entsteht ein beeindruckendes und einzigartiges Bild des einstigen Islands. Als ihr erstes Buch, Eyðibýli / Verlassene Höfe, im Jahr 2004 veröffentlicht wurde, erregte es wohlverdiente Aufmerksamkeit, aber seitdem erschien ihre Arbeit weithin in verschiedenen Gewändern und fand großen Anklang. Zu den Gedichten wurde Musik komponiert und die Bilder schmücken Buchumschläge und Zeitschriftenseiten.

Hier verbinden sich Gedichte und Bilder auf fesselnde Weise und wecken ein starkes Gefühl für das Vergängliche. Die widerstrebende Schönheit liegt im Nachhall der Vergangenheit, die uns irgendwie immer noch bewegt.

Aus dem Isländischen übersetzt von

Jón Thor Gíslason und Wolfgang Schiffer

Verð: 3.990,-

Dans ce recueil bilingue, islandais et français, de poèmes de l‘Islandais Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, accompagnés de photographies de maisons abandonnées prises par Nökkvi Elíasson, nous retrouvons une image saisissante et unique de l‘Islande d‘antan. La publication du premier fruit de leur coopération, Eyðibýli (Fermes désertées), en 2004, a reçu une attention méritée et depuis leur œuvre a pris du vol, elle est représentée sous formes variées et est très bien accueillie. Les poèmes ont inspiré la composition musicale et les photographies se retrouvent sur la couverture de livres et dans les pages de magazines.

Les poèmes et les images se parlent d‘une manière fascinante et évoquent un sentiment intense du périssable. La beauté nostalgique se retrouve dans l‘écho du temps perdu qui continue, d‘une façon certaine, de nous émouvoir.

Traduit de l’islandais par 

Gérard Lemarquis

Verð: 3.990,-

Úr vonarsögu eftir Hanne Bramness

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði

Úr vonarsögu er ljóðaflokkur þar sem vonin sjálf er undirliggjandi og sínálægt afl til mótvægis við atburði sem eiga sér stað á yfirborðinu. Á sinn sérstaka hátt vinnur skáldið úr minningabrotum bernskunnar og skapar marglaga verk sem er í senn myndrænt og dulúðugt.

Hanne Bramness er eitt þekktasta samtímaskáld Norðmanna. Hún hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar. Ljóð hennar fyrir börn og unglinga hafa einnig vakið athygli, auk þess sem hún hefur verið ötul við að þýða og kynna erlenda ljóðlist í Noregi.

Verð: 3.200,-

Sumarnótt – Guðmundur Andri Thorsson

Smáskífan Sumarnótt – nýtt lag eftir Guðmund Andra Thorsson í flutningi höfundar er komið út á streymisveitum. Hér er um að ræða forsmekkinn að nýrri breiðskífu með lögum og ljóðum Guðmundar Andra sem er þó betur þekktur fyrir bækur af ýmsu tagi.

Flytjendur: Guðmundur Andri, söngur og gítar, Ragnheiður Ólafsdóttir, söngur, Eyjólfur Guðmundsson, rafgítar, Guðmundur Ingólfsson, bassi og stálgítar, Þorkell Heiðarsson, píanó og harmonikka, Aðalgeir Arason, mandólín, Ásgeir Óskarsson, trommur og ásláttur. Upptaka og prógrammering: Guðmundur Ingólfsson.

Fyrir tveimur árum kom út hjá Dimmu fyrsta breiðskífa Guðmundar Andra, en hún ber heitið Ótrygg er ögurstundin og hafði að geyma 14 lög úr smiðju söngvaskáldsins. Og nú er skammt í annan skammt af ekki ólíku sauðahúsi.

https://open.spotify.com/album/6VnTVxtbyXmdH9gPZdA1MC?si=BlaJu6dBQxGQBZMurWkpeQ

LIFI ÚKRAÍNA / SLAVA UKRAINI

Aðalsteinn Ásberg í samvinnu við norska söngvaskáldið Geirr Lystrup

Smáskífan Lifi Úkraína / Slava Ukraini, sem er nýstárlegt samvinnuverkefni á norræna vísu, er komin út á streymisveitum. Söngvaskáldið Geirr Lystrup samdi ljóðið sem nú birtist í íslenskri þýðingu og flutningi Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.

Tónlistin og undirliggjandi hljóðheimur verksins er óvenjulegur, en þar er notaður þjóðsöngur Úkraínu eftir tónskáldið Mikhail Verbytskyj (saminn 1864), en einnig koma við sögu brot úr ræðum forseta Úkraínu og forseta Rússlands. Að auki leika Ørnulf Snortheim á gítar og píanó og Børre Flyen á trommur.

https://open.spotify.com/album/0tgCujxMJhHv7zAIYY0Acj?si=czZ-vnLrRw64_N32Wb0JvQ

Myndband með laginu er líka komið út: https://www.youtube.com/watch?v=EXxmANlfouU

Dimma 30 ára

Um þessar mundir eru liðin 30 ár frá því að Dimma hóf útgáfustarfsemi og af því tilefni bjóðum við 30% afslátt af öllum bókum og tónlist í forlagsbúðinni á Óðinsgötu 7.

Í maí 1992 komu út tvær fyrstu bækur forlagsins, ljóðabækurnar Draumkvæði eftir Aðalstein Ásberg Sigurðsson og Tré hreyfa sig hægt eftir norska skáldið Paal-Helge Haugen. Skömmu síðar leit fyrsta hljómplata útgáfunnar dagsins ljós.

Útgáfan var með smáu sniði í upphafi, en vatt síðan upp á sig og nú eru titlarnir orðnir talsvert á þriðja hundrað, þar á meðal 150 bækur af ýmsu tagi og um 100 hljómplötur.

Frá upphafi hefur Dimma lagt áherslu á ljóð, smásögur, skáldsögur og barnabækur eftir innlenda og erlenda höfunda, en að auki gefið út listaverkabækur, fræðirit, hljóðbækur og nótnabækur. Í tónlistinni ber helst að nefna vísna- og þjóðlagatónlist, hina sívinsælu barnatónlist og fjölbreytta flóru jazztónlistar.  

Umbra – BJARGRÚNIR

BJARGRÚNIR er fjórða plata hljómsveitarinnar Umbru. Platan hefur að geyma þjóðlagatónlist þar sem dregin er fram staða og raunir kvenna fyrr aftur í aldir, en lítið er til af heimildum þar að lútandi. Ólík yrkisefni draga fram raunir sem endurspegla íslenska veðráttu, strjálbýli, hrikaleg náttúruöfl eða áfallasögu sem erfist milli kynslóða.

Umbru skipa: Alexandra Kjeld – kontrabassi, langspil, söngur, Arngerður María Árnadóttir – keltnesk harpa, indverskt harmóníum og söngur, Guðbjörg Hlín Guðmundsdóttir – fiðla, víóla, langspil og Lilja Dögg Gunnarsdóttir – söngur og írsk flauta. Gestaleikarar: Eggert Pálsson – slagverk og Matthías M.D. Hemstock – slagverk.

Verð: 3.200,-

Theodor Kallifatides – Nýtt land utan við gluggann minn

Theodor Kallifatides yfirgaf Grikkland árið 1964 og fluttist til Svíþjóðar. Hann var 26 ára gamall og heillaðist af nýju landi og tungumáli sem hann náði fljótt undraverðum tökum á. Aðeins fáum árum síðar gaf hann út sína fyrstu bók og er nú í hópi þekktustu rithöfunda Svía.

Í þessari einstöku bók fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu. Á hrífandi og persónulegan hátt fléttar hann saman hugleiðingum um tungumál og tilvist, minningar, ást og eigin ímynd, ásamt þeim möguleikum sem framandi menningarheimur felur í sér.

Hallur Páll Jónsson íslenskaði

Verð: 3.200,-

Farþeginn eftir Ulrich Alexander Boschwitz

Þýski rithöfundurinn Ulrich Alexander Boschwitz (1915–1942) sendi aðeins frá sér tvær skáldsögur á stuttri ævi. Sú fyrri kom út á sænsku árið 1937 undir dulnefni, en Farþeginn birtist á ensku árið 1939, fyrst í Englandi og síðan Bandaríkjunum. Fáeinum árum síðar kom út frönsk þýðing bókarinnar.

Þótt Farþeginn væri skrifaður á þýsku fékkst bókin á sínum tíma ekki útgefin í Þýskalandi. En eftir að upprunalegt handrit kom í leitirnar árið 2018 var ekki eftir neinu að bíða. Útgefandinn Peter Graf fór yfir handritið og ritaði upplýsandi eftirmála um verkið. Bókin var lofuð hástöfum í þýskum fjölmiðlum og borin saman við framúrskarandi skáldverk um tímabil nasismans, enda sennilega eitt allra fyrsta verkið til að lýsa örlögum þýskra gyðinga.

Elísa Björg Þorsteinsdóttir íslenskaði

Verð: 3.500,-