Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Ný bókatvenna eftir Gyrði Elíasson

Tvær nýjar bækur eftir Gyrði Elíasson eru komnar út.

Langbylgja  –  smáprósarLangbylgja cover

Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.  Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

270 bls. innb.

Síðasta vegabréfið – ljóðVEGABREFID_COV_02

Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrstu ljóðabók bók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 en fyrsta skáldsaga hans, Gangandi íkorni, kom út 1987. Í aldarþriðjung hefur hann fengist við flestar greinar skáldskapar og verk hans hlotið verðlaun og viðurkenningar, auk þess að vera þýdd og gefin út víða um heim. Síðasta vegabréfið er 15. frumsamda ljóðabók Gyrðis, en úrval ljóða úr fyrri bókum hans kom út haustið 2015.

94 bls.  innb.

Högni Sigurþórsson hannaði útlit bókanna, en þær prýða myndir eftir höfundinn sjálfan.

 


Skrifa athugasemd

Þríleikur Jons Fosse allur kominn út

Hinn rómaði þríleikur eftir Jon Fosse, sem hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sl. haust, er nú allur kominn út á íslensku í vandaðri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Saman mynda Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja magnaða heild sem hverfist um lífskjör fátæks fólks í Noregi á árum áður.

Jon Fosse_Andvaka

Jon Fosse_Draumar ÓlafsJon Fosse_Kvöldsyfja

Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur,
ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur.

Á síðasta ári kom sagan Morgunn og kvöld út hjá Dimmu í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. Sumardagur var sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006, unglingaleikritið Purpuri hjá leikhópnum Jelenu í Loftkastalanum sama ár.

Þríleikurinn er  í þremur samstæðum kiljum með innábroti.

Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu.


Skrifa athugasemd

YPSILON – Andrés Þór

YPSILON er fimmta plata listamannsins, en á henni leika Andrés Þór á gítar, Agnardim-73_ypsilon Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Ari Hoenig á trommur. Á plötunni eru 9 frumsamin verk esem sverja sig í ætt við fyrr verk höfundarins. Síðasta plata Andrésar, Nordic quartet, kom út 2014 bæði hérlendis og í Þýskalandi og hlaut afbragðs viðtökur og Mónókróm frá 2012 var m.a. tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ypsilon var hljóðrituð í Stúdíó Sýrlandi í apríl 2016 og hljóðblönduð og hljómjöfnuð í Studio Dallas í Hafnarfirði í júní og júlí. Öll hljóðvinnsla var í höndum Hafþórs Temó Karlssonar. Högnii Sigurþórsson hannaði umslagið.

Andrés Þór er í fremstu röð íslenskra jazzgítarleikara og frumsamið efni hans hefur hlotið góðar viðtökur. Á undanförnum árum hefur hann auk sólóverkefna leikið með mörgum þekktum listamönnum og komið fram á tónleikum um allt land, auk þess að leika á þekktum erlendum tónleikastöðum í Noregi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg og á Spáni.


Skrifa athugasemd

SVIF – Agnar Már Magnússon

SVIF – AGNAR MÁR MAGNÚSSON var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í byrjun dim-72_svifjúní. Ásamt Agnari Má, sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Kjartan Kjartansson sá um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar.

Agnar Már hefur allt frá árinu 2001 verið í fremstu röð íslenskra jazztónlistarmanna en það ár sendi hann frá sér diskinn 01. Meðal helstu hljóðritana hans á síðustu árum eru Láð frá 2007, Kvika frá árinu 2009 og tvöfaldi hljómdiskurinn Hylur 2012, en fyrir tónsmíðarnar á honum hlaut höfundurinn Íslensku tónlistarverðlaunin. Á síðasta ári kom út nótnaheftið Þræðir með 16 píanóverkum tónskáldsins.


Skrifa athugasemd

Draumar Ólafs eftir Jon Fosse

DRAUMAR ÓLAFS eftir Jon Fosse er kominn út. Hjalti Rögnvaldsson íslenskaði.Jon Fosse_Draumar Ólafs

Draumar Ólafs er annar hluti þríleiksins sem Jon Fosse hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sl. haust. Saman mynda Andavaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja magnaða heild sem hverfist um lífskjör fátæks fólks í Noregi á árum áður.

Fyrsti hluti þríleiksins, Andvaka, kom út í byrjun júní og sá síðasti, Kvöldsyfja, er væntanlegur í ágúst. 

Draumar Ólafs er 85 bls.í sveigjanlegri kápu. Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu.


Skrifa athugasemd

Ný útgáfa af Glæðum

Hin vinsæla hljómplata Kristjönu Stefáns og Svavars Knúts, Glæður,  frá árinu 2011 hefur verið DIM52_Glaedur_COV_300endurútgefin. Á plötunni er að finna fjórtán hugljúf lög, þar af þrjú frumsamin, en platan varð til upp úr samstarfi þessa músíkalska pars, sem undanfarin ár hefur haldið fjölda dúettatónleika um land allt.

Af helstu söngperlum sem skreyta Glæður má nefna hin sígildu íslensku sönglög Við gengum tvö, Í dag skein sól og Enn syngur vornóttin, en til alþjóðlegra stórsmella má nefna Abbalögin One of us og When all is said and done, auk hins sígilda lags hljómsveitarinnar Styx, Boat on the river.


Skrifa athugasemd

Milli trjánna í nýrri útgáfu

Verðlaunabók Gyrðis Elíassonar, Milli trjánna, er komin út í nýrri og vandaðri kiljuútgáfu. Milli trjánna_kilja2016Bókin var fyrst gefin út árið 2009 hjá Uppheimum, en fyrir verkið hlaut Gyrðir síðan Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2011.

Milli trjánna er safn 47 fjölbreyttra og meitlaðra smásagna sem sverja sig í ætt við önnur verk Gyrðis. Bókin hefur verið þýdd og gefin út víða og borið hróður höfundarins milli landa. Í bókinni bregður fyrir ýmis konar óhugnaði og furðum, einsemd, draumum, ferðalögum, bernskuminningum og framtíðarsýnum, auk þeirrar ísmeygilegu fyndni sem margir kannast við úr verkum hans. Sögurnar eru þess eðlis að þær má lesa oftar en einu sinni og eins víst að lesandinn uppgötvi eitthvað nýtt í hvert skipti. Ómissandi verk í heimilisbókasafnið að margra áliti.

Milli trjánna er 259 bls. Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu, en hana prýðir mynd eftir höfundinn.