Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Meira af Rummungi ræningja

Rummungur ræningi er aftur kominn á kreik og hefur numið ömmu á brott. Nú eru Meira af Rummungi ræningja forsíðagóð ráð dýr. Kasper, Jobbi og Fimbulfúsi yfirvarðstjóri eiga ekki margra kosta völ, en vonandi tekst þeim að hafa hendur í hári þessa óskammfeilna svikahrapps.

Önnur bókin af þremur um Rummung ræningja sem hefur heillað lesendur í meira en hálfa öld og birtist nú í fallegri afmælisútgáfu. Höfundurinn Otfried Preußler var á sinni tíð einn vinsælasti barnabókahöfundur Þýskalands. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson íslenskaði.


Skrifa athugasemd

Guðrún Gunnars – EILÍFA TUNGL

Ný plata með Guðrúnu Gunnars er komin út. Lög og ljóð eru að hluta eru samin DIM 80 Eilífa tunglsérstaklega fyrir hana, en að auki eru fáeinir erlendir söngvar með nýjum íslenskum textum. Hljóðfæraleikarar: Ásgeir Ásgeirsson, gítar og tamboura, Gunnar Gunnarsson píanó og rhodes, Hannes Friðbjarnarson, trommur og slagverk, Þorgrímur Jónsson, kontrabassi. Svavar Knútur syngur dúett með Guðrúnu í einu lagi og Þórdís Gerður Jónsdóttir leikur á selló í öðru.

Fyrri sólóplötur Guðrúnar eru: Óður til Ellyjar (2003), Eins og vindurinn (2004), Umvafin englum (2008) og Cornelis Vreeswijk (2009).


Skrifa athugasemd

Svavar Knútur – Ahoy! Side A

Ný plata með Svavari Knúti er komin út og í verslanir. Ahoy! Side A nefnist hún, en tvö DIM 79 SVAVAR AHOY Frontlög af henni hafa þegar notið mikilla vinsælda á Rás 2. Platan kom út fyrir skemmstu í Þýskalandi og hefur hlotið mjög góðar viðtökur þar.  Auk Svavars Knúts, sem syngur og leikur á gítar, ukulele og píanó, eru meðal flytjenda Daníel Helgason á gítar, Örn Ýmir Arason á bassa, Steingrímur Teague á píanó og hljómborð og Bassi Ólafsson á trommur, slagverk og hljóðgervla.


Skrifa athugasemd

Eftirbátur – skáldsaga eftir Rúnar Helga Vignisson

Ægir leitar að sjómanninum föður sínum eftir að bátur hans finnst mannlaus út af Vestfjörðum. Leitarleiðangrar Ægis vekja spurningar um faðernið sjálft í þessum harðbýla heimshluta. Hver er hinn raunverulegi faðir og hvað mótaði hann? Er nauðsynlegt að þekkja söguna til að vita hver maður er? Þetta vefst fyrir Ægi sem lifir og hrærist í núi auglýsingaheimsins og veit „andskotann ekkert um fortíðina“. Í leit sinni fer hann vítt og breitt um stórbrotna náttúru og sögu Vestfjarða þar sem rætur hans sjálfs liggja. Á sama tíma eru teikn á lofti í fjölskyldulífinu og brestir komnir í hina hefðbundnu karlmennskuímynd. 
 
Rúnar Helgi Vignisson hefur sent frá sér skáldsögur og smásagnasöfn sem hlotið hafa afbragðs viðtökur og viðurkenningar. Fyrir síðustu bók sína, Ást í meinum, hlaut hann Menningarverðlaun DV. Hann er einnig afkastamikill og verðlaunaður þýðandi, auk þess að hafa um árabil haft veg og vanda af ritlistarnámi við Háskóla Íslands.


1 athugasemd

Sorgarmarsinn eftir Gyrði Elíasson

Gyrðir Elíasson leggur hér lokahönd á sagnaþríleik sem hófst með Sandárbókinni og var síðan fram haldið í Suðurglugganum, en báðar fjölluðu þær með áleitnum hætti um líf og störf listamanna, önnur um málara en hin um rithöfund.  

Sorgarmarsinn segir af textasmiðnum Jónasi sem hallar sér þó aðallega að tónlistinni og hefur fundið sér athvarf í litlu þorpi á Austfjörðum. Táknræn og hrífandi frásögn af sköpun, orðleysi og einskonar pattstöðu í flóknu samspili lífs og listar.

 


Skrifa athugasemd

Að lesa ský – ljóðaþýðingar Magnúsar Sigurðssonar

AÐ LESA SKÝ – ljóð frá Bandaríkjum Norður-Ameríku

Að lesa ský er safn ljóða eftir 19 bandarísk skáld, þekkt jafnt sem úr alfaraleið, og er hið elsta fætt árið 1903 en hið yngsta 1984. Efnistök og umfjöllunarefni eru margvísleg og endurspegla ólíkan reynsluheim skáldanna – allt frá múslimskum bakgrunni Naomi Shihab Nye og ádeiluljóðum Amiri Baraka, til hins skoplega hversdags í prósaljóðum Lydiu Davis og náttúrustemminga Mary Oliver.

Magnús Sigurðsson íslenskaði


1 athugasemd

Dansað í Ódessa

DANSAÐ Í ÓDESSA eftir Ilya Kaminsky

Sigurður Pálsson og Sölvi Björn Sigurðsson þýddu

Dansað í Ódessa eftir rússnesk-bandaríska skáldið Ilya Kaminsky var síðasta verkið sem Sigurður Pálsson vann að, en auðnaðist ekki að ljúka þrátt fyrir ómælda elju allt til hinsta dags. Þegar ljóst varð að lítið vantaði upp á til að klára bókina til útgáfu, kom Sölvi Björn Sigurðsson að verkinu, þýddi það sem út af stóð og ritaði formála.