Dimma

stofnuð 1992


1 athugasemd

LJÓÐASAFN JÓNS ÚR VÖR

Heildarútgáfa ljóða Jóns úr Vör kemur út í dag, 21. janúar 2017, en þá eru 100 ár juv_ritsafn_2017wfrá fæðingu skáldsins.

Jón úr Vör (1917-2000) kvaddi sér hljóðs ungur að árum og setti nýjan svip á íslenska ljóðagerð um miðbik 20. aldar. Tvítugur gaf hann út fyrstu ljóðabók sína, Ég ber að dyrum, en með tímamótaverkinu Þorpinu (1946) varð hann þjóðkunnur. Eftir það sendi hann frá sér mörg verk og síðasta ljóðabókin, Gott er að lifa (1984), var tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hann var helsti forkólfur raunsæis, undanfari atómskáldanna og áhrifaskáldið þegar horft er til ljóða þeirra sem síðar komu fram á sjónarsviðið.

Ljóðasafnið hefur að geyma öll útgefin ljóð Jóns úr Vör. Ferill hans spannaði hálfa öld og bækurnar urðu 12 talsins.

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson ritar greinargóðan inngang um ævi og störf skáldsins.


Skrifa athugasemd

Dimmudagur í Víkinni

Hinn árlegi Dimmudagur í Víkinni verður haldinn nk, laugardag, 29. október. img_2643-2Dagskrá frá 14 – 17. Kynntar verða útgáfur ársins og fram koma m.a. Gyrðir Elíasson, Kristjana Stefáns, Svavar Knútur, Hjörtur Pálsson, Bambaló, Magnús Sigurðsson, Agnar Már Magnússon, Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Andrés Þór, Sigurður Pálsson og Áslaug Agnarsdóttir.

Allir velkomnir og næg bílastæði. Tilvalið að mæta fyrst á kjörstað og síðan í menningarveislu eða öfugt. Gengið inn bæði frá bryggjunni og Grandagarði.


Skrifa athugasemd

Þrjár nýjar ljóðabækur

Út eru komnar þrjár nýjar ljóðabækur:

SUMARTUNGL eftir Aðalstein Ásberg Sigurðssonsumartungl
Ný ljóð úr smiðju þessa fjölhæfa skálds sem hefur sent frá sér ljóð, söngljóð, sálma og fjölda ljóðaþýðinga. Sumartungl er 10. ljóðabók Aðalsteins Ásbergs, sem rær enn sem fyrr á gjöful mið orða og athafna, þar sem jafnvægis er leitað milli hamingju og harms, ástar og trega.

VERÖLD NÝ OG GÓÐ eftir Magnús Sigurðssonverold-hly-og-god

Magnús Sigurðsson er eitt af fremstu ljóðskáldum sinnar kynslóðar. Blanda af ljóðum og stuttum prósum um manninn í náttúrunni og náttúruna í manninum, þar sem kallast á kímni og alvara. Veröld hlý og góð er fimmta frumsamda ljóðabók höfundar, sem hlotið hefur afbragðsdóma og verðlaun fyrir verk sín.

UMMYNDANIR SKÁLDSINS OG FLEIRI LJÓÐ
eftir Willem M. Roggeman í ummyndanir-skaldsinsíslenskri þýðingu Sigurðar Pálssonar skálds.

Willem M. Roggeman er einn af þekktari höfundum Belga og hefur sent frá sér  ljóð, ritgerðir, endurminningar, leikrit og viðtalsbækur og verk hans verið þýdd á fjölda tungumála. „Ummyndanir skáldsins fara fram í tungumálinu og sköpunarmáttur þess knýr þær áfram. Skáldið skapar ljóðheim sinn en með hverju nýju ljóði breytist sá heimur og skapar nýtt skáld“, segir í eftirmála þýðandans.

 


Skrifa athugasemd

Ný bókatvenna eftir Gyrði Elíasson

Tvær nýjar bækur eftir Gyrði Elíasson eru komnar út.

Langbylgja  –  smáprósarLangbylgja cover

Framsækin sagnalist Gyrðis Elíassonar hefur borið hróður hans víða. Fyrir tveimur árum kom smáprósasafnið Lungnafiskarnir út og þótti tíðindum sæta. Nú bætir hann um betur með viðamiklu safni af sama meiði.  Í 104 hnitmiðuðum og stundum óvæntum frásögnum spinnur Gyrðir nýja þræði í vef sagna sinna.

270 bls. innb.

Síðasta vegabréfið – ljóðVEGABREFID_COV_02

Gyrðir Elíasson sendi frá sér fyrstu ljóðabók bók sína, Svarthvít axlabönd, árið 1983 en fyrsta skáldsaga hans, Gangandi íkorni, kom út 1987. Í aldarþriðjung hefur hann fengist við flestar greinar skáldskapar og verk hans hlotið verðlaun og viðurkenningar, auk þess að vera þýdd og gefin út víða um heim. Síðasta vegabréfið er 15. frumsamda ljóðabók Gyrðis, en úrval ljóða úr fyrri bókum hans kom út haustið 2015.

94 bls.  innb.

Högni Sigurþórsson hannaði útlit bókanna, en þær prýða myndir eftir höfundinn sjálfan.

 


Skrifa athugasemd

Þríleikur Jons Fosse allur kominn út

Hinn rómaði þríleikur eftir Jon Fosse, sem hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir sl. haust, er nú allur kominn út á íslensku í vandaðri þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar. Saman mynda Andvaka, Draumar Ólafs og Kvöldsyfja magnaða heild sem hverfist um lífskjör fátæks fólks í Noregi á árum áður.

Jon Fosse_Andvaka

Jon Fosse_Draumar ÓlafsJon Fosse_Kvöldsyfja

Jon Fosse (f. 1959) er einn kunnasti samtímahöfundur Norðmanna. Verk hans hafa verið þýdd og gefin út á meira en 40 tungumálum, leikverk hans sviðsett meira en þúsund sinnum og Fosse unnið til fjölda verðlauna bæði í heimalandinu og erlendis. Allt frá fyrstu bók sinni, skáldsögunni Rautt, svart árið 1983, hefur hann helgað sig ritstörfum og sent frá sér skáldsögur,
ljóðabækur, barnabækur og ritgerðasöfn ─ samtals nær 40 bækur.

Á síðasta ári kom sagan Morgunn og kvöld út hjá Dimmu í þýðingu Hjalta Rögnvaldssonar, en einnig hafa nokkur verk eftir Fosse verið sett á svið hérlendis, þ.á.m. Sumardagur var sýndur í Þjóðleikhúsinu 2006, unglingaleikritið Purpuri hjá leikhópnum Jelenu í Loftkastalanum sama ár.

Þríleikurinn er  í þremur samstæðum kiljum með innábroti.

Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu.


Skrifa athugasemd

YPSILON – Andrés Þór

YPSILON er fimmta plata listamannsins, en á henni leika Andrés Þór á gítar, Agnardim-73_ypsilon Már Magnússon á píanó, Richard Andersson á kontrabassa og Ari Hoenig á trommur. Á plötunni eru 9 frumsamin verk esem sverja sig í ætt við fyrr verk höfundarins. Síðasta plata Andrésar, Nordic quartet, kom út 2014 bæði hérlendis og í Þýskalandi og hlaut afbragðs viðtökur og Mónókróm frá 2012 var m.a. tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Ypsilon var hljóðrituð í Stúdíó Sýrlandi í apríl 2016 og hljóðblönduð og hljómjöfnuð í Studio Dallas í Hafnarfirði í júní og júlí. Öll hljóðvinnsla var í höndum Hafþórs Temó Karlssonar. Högnii Sigurþórsson hannaði umslagið.

Andrés Þór er í fremstu röð íslenskra jazzgítarleikara og frumsamið efni hans hefur hlotið góðar viðtökur. Á undanförnum árum hefur hann auk sólóverkefna leikið með mörgum þekktum listamönnum og komið fram á tónleikum um allt land, auk þess að leika á þekktum erlendum tónleikastöðum í Noregi, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Belgíu, Lúxemborg og á Spáni.


Skrifa athugasemd

SVIF – Agnar Már Magnússon

SVIF – AGNAR MÁR MAGNÚSSON var hljóðritað í Salnum í Kópavogi í byrjun dim-72_svifjúní. Ásamt Agnari Má, sem leikur á píanó, leika þeir Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur. Kjartan Kjartansson sá um hljóðritun, hljóðblöndun og hljómjöfnun á plötunni, en hönnun umslags var í höndum Högna Sigurþórssonar.

Agnar Már hefur allt frá árinu 2001 verið í fremstu röð íslenskra jazztónlistarmanna en það ár sendi hann frá sér diskinn 01. Meðal helstu hljóðritana hans á síðustu árum eru Láð frá 2007, Kvika frá árinu 2009 og tvöfaldi hljómdiskurinn Hylur 2012, en fyrir tónsmíðarnar á honum hlaut höfundurinn Íslensku tónlistarverðlaunin. Á síðasta ári kom út nótnaheftið Þræðir með 16 píanóverkum tónskáldsins.