Dimma

stofnuð 1992


Skrifa athugasemd

Tvær af útgáfubókum Dimmu tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna

Tvær af útgáfubókum Dimmu hafa verið tilnefndar til Íslensku þýðingarverðlaunanna! Ko_Un_XXÞetta eru ljóðaúrvalið SORGIN Í FYRSTU PERSÓNU eftir Ko Un, eitt helsta skáld Suður-Kóreu. Gyrðir Elíasson valdi og þýddi ljóðin, en hann hefur tvívegis hlotið umrædd verðlaun fyrir ljóðaþýðingar. Meistaraverkið WALDEN eftir Henry David Thoreau í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur er einnig tilnefnt, en það sætir tíðindum að þessi heimsfræga bók kemur nú fyrst út á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins. Dimma óskar þeim Gyrði, Elísabetu og Hildi hjartanlega til hamingju með tilnefningarnar!WALDEN_XX


Skrifa athugasemd

WALDEN loksins á íslensku

Hið heimsfræga meistaraverk Walden eða lífið í skóginum eftir Henry David Thoreau er WALDEN_XXnú loksins komið út á íslensku í þýðingu Elísabetar Gunnarsdóttur og Hildar Hákonardóttur, en Gyrðir Elíasson ritar inngangsorð.  

Henry David Thoreau (1817-1862) er án efa einn af merkustu rithöfundum og hugsuðum Norður-Ameríku.  Á sinni tíð skrifaði hann á einstæðan hátt um samspil manns og náttúru. Meistaraverkið Walden varð til þegar hann bjó einn úti í skógi í tvö ár, tvo mánuði og tvo daga. Þau málefni sem Thoreau voru hugleikin eiga ekki síður við nú á dögum, enda hefur Walden allt frá því verkið kom fyrst út árið 1854 veitt mönnum innblástur og verið uppspretta nýrra hugmynda.

Verkið kemur í fyrsta sinn út á íslensku, þegar 200 ár eru liðin frá fæðingu höfundarins.

Walden er 399 bls. innbundin.  Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en myndir á kaflaskilum eru eftir Hildi Hákonardóttur.


Skrifa athugasemd

Rummungur ræningi er kominn aftur

Þessi sígilda og vinsæla saga eftir þýska metsöluhöfundinn Otfried Preußler er Rummungur ræningikomin út í nýrri þýðingu Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar.

Rummungur ræningi kom fyrst út á íslensku fyrir hálfri öld og hefur lengi verið með öllu ófáanleg. Ævintýri Kaspers og Jobba hefjast þegar Rummungur ræningi stelur kaffikvörninni hennar ömmu. Vinirnir tveir ætla að handsama ræningjann og endurheimta kvörnina, en það reynist þrautin þyngri.

Falleg, litprentuð afmælisútgáfa!


1 athugasemd

Kvæðið um Krummaling

Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Högni Sigurþórsson hafa sent frá sér nýja og bráðskemmKRUMMALINGUR_XXtilega barna- og fjölskyldubók.

Hrafninn hefur frá gamalli tíð verið dularfullur og spennandi örlagafugl sem kemur víða við sögu. Hver kynslóð þarf á sínum krummavísum að halda og hér taka tveir úrvalshöfundar höndum saman svo úr verður einstakt og spennandi listaverk fyrir ljóðelska lesendur, jafnt fleyga sem ófleyga.

32 bls. innbundin


Skrifa athugasemd

Gangandi íkorni eftir Gyrði Elíasson

Gangandi íkorni markaði afgerandi tímamót á ferli Gyrðis Elíassonar þegar sagan kom Gangandi íkornifyrst út haustið 1987.  Að margra dómi gegnir verkið einnig lykilhlutverki í íslenskri bókmenntasögu og það hefur borið hróður höfundarins langt út fyrir landsteinana. Þess ber einnig að geta að rætur sögunnar ná enn lengra aftur.

30 ára afmælisútgáfa sem felur í sér frumgerð verksins.

113 bls. sveigjanleg kápa.

Högni Sigurþórsson hannaði bókarkápu með mynd eftir höfundinn.


Skrifa athugasemd

Sólsetursvatnið eftir J.R. Léveillé

J.R. Léveillé er frönskumælandi Kanadabúi og hefur þá sérstöðu að vera frá vesturhluta landsins þar sem enska er ríkjandi tungumál. Fyrir Sólsetursvatnið hlaut hann einróma lof, en um að ræða afar óvenjulega og heillandi ástarsögu sem hrífur lesandann og vekur upp spurningar um leið.  Fólk af ólíkum uppruna hittist fyrir tilviljun, ung kona öðlast nýja sýn á tilveruna og lífið hættir að vera hversdagslegt.

Jóhanna Björk Guðjónsdóttir íslenskaði

116 bls. sveigjanleg kápa

Högni Sigurþórsson hannaði kápuna


Skrifa athugasemd

Sorgin í fyrstu persónu – ljóð eftir Ko Un

Úrval ljóða eftir eitt helsta skáld Suður-Kóreu. Ko Un hefur á löngum ferli sent frá sér Ko_Un_XXtugi ljóðabóka, en að auki fengist við aðrar greinar ritlistar. Í seinni tíð hefur nafn hans oft borið á góma í tengslum við Bókmenntaverðlaun Nóbels. Verk hans hafa verið þýdd á fjölda tungumála, og þau notið vaxandi athygli um heim allan, enda verður kveðskapur hans að teljast á ýmsan hátt einstakur.
Gyrðir Elíasson færir ljóð þessa austurlenska meistara í íslenskan búning, og ritar að auki ítarlegan inngang þar sem fjölþætt listsköpun hans er sett í samhengi við viðburðaríka ævi.

Sorgin í fyrstu persónu er 214 bls. í sveigjanlegu bandi. Högni Sigurþórsson hannaði kápu, en kápumyndin er eftir Gyrði Elíasson.