Stef

STEFHinn einstaki píanóleikari Gunnar Gunnarsson fylgir hér eftir metsöluplötunni Skálm. Á STEFJUM skálmar hann áfram af sama listfengi og fyrr. Íslensk og erlend lög sem allir kunna að meta.

Efni:
Stolin stef (Tómas R. Einarsson)
Two Sleepy People (Hoagy Carmichel)
Gréta (Gunnar Gunnarsson)
Il Postino (Luis Bacalov)
Hercule Poirot – stef (Chistopher Gunning)
Stúlkan mín (Jón Múli Árnason)
Can´t Help Lovin´ Dat Man (J. Kern)
Sveitin milli sanda (Magnús Blöndal Jóhannsson)
Stef úr „W“ (Wunderlich)
Ach Wärmaland du sköna (Sænskt þjóðlag)
Þín hvíta mynd (Sigfús Halldórsson)
Exactly Like You (Jimmy McHugh)
Stef úr Guðföðurnum (Nino Rota)
Misty (Eroll Garner)
Gettu hver hún er (Jón Múli Árnason)
Over the Rainbow (Harold Arlen)
Unforgettable (Irving Gordon)

Umsagnir:
„Hér ægir sem sé saman þekktum lögum og minna þekkturm, erlendum sem íslenskum. Gunnar hefur sjálfur samið eitt lag sem nefnist Gréta sem er alveg prýðistónsmíð. … Yfirleitt er ekki um að ræða stækkaða eða „stökkbreytta“ hljóma á djassvísu enda hæfir það ekki músík af þessu tagi en auðvitað gægist hljómakunnátta Gunnars fram í þeim lögum sem títt er að lendi í klóm djassmanna. Ljúfur og eigulegur diskur.“ (IÞK – DV 14.12.1999)

„Hljómasetning Gunnars er smekkleg og hann fer hvergi yfir strikið í „snarstefjun“ á djassvísu, enda hentar slík spilamennska ekki í þessari útfærslu að mínu mati. STEF er með öðrum orðum hinn eigulegasti diskur og hentar vel við ýmis tækifæri. (Sv. G. – Mbl. 24.12.1999)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s