Mazen Maarouf: Ekkert nema strokleður

Mazen Maarouf. Ekkert nema strokleður. Reykjavík: Dimma, 2013.

Ljóðabókin Ekkert nema strokleður er eftir palestínska skáldið Mazen Maarouf, sem hefur verið búsettur  í Reykjavík frá því síðla árs 2011. Bókin er tvímála útgáfa á arabísku og íslensku. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson, Kári Tulinius og Sjón íslenskuðu ljóðin.

Mazen Maarouf  fæddist árið 1978 í Beirút í Líbanon. Hann lauk meistaranámi í efnafræði frá raunvísindadeild Háskólans í Líbanon, en sneri sér fljótlega að ritlist. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 2000, en síðan hefur hann sent frá sér tvær ljóðabækur og skáldsaga eftir hann er væntanleg innan tíðar. Einnig hefur hann fjallað um bókmenntir og listir í arabískum blöðum og tímaritum. Á undanförnum misserum hefur hann auk þess unnið að þýðingum á íslenskra bókmennta á arabísku. Mazen var gestur á Bókmenntahátíð í Reykjavík 2013.