Gnótt er sjötti geisladiskur Gunnars Gunnarssonar, en að auki hefur hann sent frá sér fimm diska í samstarfi við Sigurð Flosason. Á Gnótt nýtur hann fulltingis Tómasar R. Einarssonar bassaleikara, Ómars Guðjónssonar gítarleikara og Matthíasar Hemstock slagverksleikara.
Gunnar er sem fyrr fundvís á íslensk úrvalslög sem hann færir í nýjan búning og bætir hér mörgum gullmolum við sitt ágæta lagasafn. Á Gnótt leikur hann m.a. lög eftir Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Þórðarson, Jón Nordal, Magnús Blöndal Jóhannsson og Freymóð Jóhannsson, en að auki íslensk þjóðlög og eitt frumsamið lag.