Berrössuð á tánum

Haustið 1995 stökk kötturinn Krúsilíus alskapaður út úr höfði höfundarins og á eftir fylgdu ótal söngvar sem rötuðu til hlustenda og áhorfenda á öllum aldri í eftirminnilegum flutningi Önnu Pálínu og Aðalsteins Ásbergs.

Nú er komin út glæsileg 25 ára afmælisútgáfa þar sem söngljóð Aðalsteins og myndir Sigrúnar Eldjárn fá að njóta sín til fulls. Bullutröllin, Eldurinn, Hákarlinn, Umskiptingurinn, Kóngulóin og allar hinar persónurnar eru enn í fullu fjöri.

Og svo má auðvitað hlusta á tónlistina líka: BERRÖSSUÐ Á TÁNUM / BULLUTRÖLL